Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Óskilamunir 2020-2021

Eins og fram hefur komið í tilkynningum til forráðamanna verður óskilamunum nemenda raðað upp á tengigang skólans í dag, mánudaginn 7. júní og forráðamönnum boðið að kíkja við milli klukkan 13:00 – 15:00 til að skoða munina og taka það sem tilheyrir þeirra börnum. Því sem ekki gengur út verður komið til Rauða krossins.

Uppbrotsdagur í góða veðrinu

Veðrið hefði ekki getað verið betra fyrir líflegan og fjölbreyttan útivistardag nemenda Glerárskóla sem haldinn var í dag, föstudaginn 4. júní. Aldurstigin voru hvert um sig með skipulagða dagskrá frá morgni til hádegis þar sem nemendur kepptu sín á milli í margvíslegum íþróttum, hefðbundnum jafnt óvenjulegum. Allt gekk eins vel og best var á kosið . . . → Lesa..

Flóttaherbergi í Glerárskóla

Öllum nemendum Glerárskóla hefur boðist að heimsækja flóttaherbergi í vikunni og leysa þar margvíslegar þrautir til þess að komast út aftur. Tíminn sem hóparnir hafa er 40 mínútur, eða sem svarar einni kennslustund.

. . . → Lesa..

Skólaslit Glerárskóla vorið 2021

Skólaslit Glerárskóla vorið 2021 verða þriðjudaginn 8. júní 2021. Skólaslitin taka u.þ.b. klukkustund hjá öllum nemendum. Nemendur í 1. – 9. bekk mæta í umsjónarstofur þar sem farið verður í röðum inn í sal. Eftir slit á sal fara nemendur aftur í röðum inn í umsjónarstofur þar sem umsjónarkennarar (og starfsfólk) kveðja nemendur. Ekki er . . . → Lesa..

Miðstigsmótið í frjálsum

Það var hörkukeppni milli nemenda á miðstigi á föstudaginn þegar árlegt frjálsíþróttamót stigsins fór fram. Krakkarnir kepptu innbyrðis í hlaupum, stökkum og kastgreinum.

Úrslit verða kynnt síðar en árangurinn var eftirtektarverður og þótt . . . → Lesa..

Þvílík tilþrif!

Hann var heldur betur tilþrifamikill leikurinn sem fram fór í morgun, þegar nemendur í . . . → Lesa..

Útikennsla er skemmtileg!

Sumarið er komið og nemendur Glerárskóla njóta útikennslu í góða veðrinu. Það sama á við um krakkana í Frístund. Þeir notuðu tækifærið á þriðjudaginn þegar það var starfsdagur . . . → Lesa..

Löng helgi framundan

Hvítasunnuhelgin er framundan og í framhaldi af henni verður skipulagsdagur í Glerárskóla þriðjudaginn 25. maí en Frístund verður opin fyrir skráð börn. Hefðbundin kennsla hefst miðvikudaginn 26. maí. Þá sjáumst við öll með bros á vör.

Hetjur hafsins!

Nemendur í sjötta bekk skelltu sér á sjóinn í vikunni. Þeir fóru út með Húna II og áttu frábæra stund með fulltrúum Hollvinasamtaka Húna og sérfræðinga frá Háskólanum á Akureyri.

Ferðin var . . . → Lesa..

Stelpur og tækni

Undanfarin ár hefur stúlkum í 9. bekk gefist kostur á að kynna sér margvísleg störf sem kalla á sérhæfða tæknikunnáttu. Um er að ræða verkefnið Stelpur og tækni en markmið þess er . . . → Lesa..