Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Foreldrar

Fréttabréf Glerárskóla

Foreldrasamstarf:

Við leggjum áherslu á að foreldrar tali jákvætt um skólann og starfsfólkið sem þar vinnur. Ef ykkur mislíkar eitthvað, vantar upplýsingar eða eruð óánægð þá talið við okkur í skólanum.

Börn líta upp til foreldra sinna og tileinka sér viðhorf þeirra til mála án þess að skilja alltaf hvað um er að vera. Neikvæð umræða um skólann heima gerir barninu erfitt fyrir að umgangast starfsfólkið.

J Á K V Æ Ð I R  F O R E L D R A R  –  J Á K V Æ Ð  B Ö R N

 

Í Glerárskóla eru foreldraviðtöl tvisvar á ári með formlegum hætti. Umsjónarkennarar boða þá forráðamenn og nemendur í viðtal þar sem farið er yfir vitnisburð nemenda og önnur mál sem snerta nemandann eru rædd.

Að hausti eru haldnar kynningar fyrir forráðamenn þar sem umsjónarkennarar fara yfir áætlun skólaársins auk þeirra áherslna sem skólinn starfar eftir.