Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Þeytingur úr ávöxtum sem átti að henda

Lýðheilsa, umhverfismál og samhengi hlutanna skipta okkur sífellt meira máli. Sú staðreynd er sláandi að þriðjungi af matvælaframleiðslu heimsins skuli vera hent. Það er umhugsunarvert að verslanir þurfi að farga góðri matvöru þótt hún sé lítillega útlitsgölluð eða sé farin að láta smávægilega á sjá.

Nemendur Glerárskóla velta þessum málum fyrir sér með kennurum sínum og í dag fékk hópur þeirra matarsendingu úr verslun hér í bæ. Um var að ræða ávexti sem ekki þóttu söluvænlegir og átti því að henda.

Krakkarnir tóku sig til, skáru þá í birta og útbjuggu vítamínríka þeytinga úr þessum hráefnum sem smökkuðust hreint dásamlega.

Með því að nýta matvæli með opnum huga og á fjölbreyttan hátt er auðvelt að sporna gegn matarsóun og njóta þess sem gott er.

Ærslaskapur

Það er mjög gaman að leika sér í snjónum. Krakkarnir í fjórða bekk nýttu útikennslutímana sína tvo í morgun til þess að skella sér í nálæga brekku með snjóþotur. Þar var leikið, þotið niður brekkur og skemmt sér á fallegan hátt.

Þegar búið var að ærslast úti dágóða stund voru allir tilbúnir til að auðga og efla andann með mátulega krefjandi bóknámi.

Nemendur í grunnskóla þurfa EKKI að bera grímur

Kæru forráðamenn nemenda í Glerárskóla Nú rétt í þessu var að berast breyting á sóttvarnarreglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem gildir frá 13. janúar – 2. febrúar 2022. Í þeirri breytingu kemur fram að nemendur í grunnskóla þurfa EKKI að bera grímur á skólatíma. . . . → Lesa..

Nýjar sóttvarnarreglur

Birtar hafa verið nýjar sóttvarnarreglur fyrir skóla sem gilda frá morgundeginum, 13. janúar 2022 til og með 2. febrúar 2022. Þar er gengið út frá því að þær reglur sem hafa verið í gildi séu í heiðri hafðar en auk þess bætist eftirfarandi við:

1. ,,Við aðstæður þar sem ekki er unnt að fylgja nálægðartakmörkunum . . . → Lesa..

Verklag vegna ofbeldisfullrar hegðunar

Nýlega var samþykktu grunnskólarnir á Akureyri verklag vegna ofbeldisfullrar hegðunar barns. Verklagið er komið á heimasíðu skólans og það má finna hér.

Nemendur sem koma úr ferðalögum frá útlöndum

Í samræmi við meðfylgjandi bréf frá fræðsluyfirvöldum og til að gæta fyllsta öryggis óskum við eftir því að nemendur Glerárskóla, sem eru að koma úr ferðalögum frá útlöndum, fari í PCR eða hraðpróf og bíði eftir niðurstöðu áður en þeir koma aftur í skólann. Auk íslensku er bréfið á ensku og pólsku.

Foreldraviðtöl – Vinsamlegast bókið tíma

Í næstu viku hefst skráning vegna viðtalsdaga sem verða í Glerárskóla þriðjudaginn 25. og miðvikudaginn 26. janúar 2022. Mánudagurinn 24. janúar er skipulagsdagur og nemendur því í fríi. Boðið verður upp á viðtöl við umsjónarkennara í skóla eða með fjarfundi og mæta nemendur með forráðamönnum í viðtölin hvort sem um er að ræða fund . . . → Lesa..

Vinaverðir Glerárskóla

Vinaverðir Glerárskóla skipta afskaplega miklu máli. Þeir skipuleggja leiki í löngufrímínútunum, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Allir nemendur skólans . . . → Lesa..

Fyrsti dagur að loknu jólaleyfi

Það var gaman að taka á móti brosandi nemendum í morgun. Það var greinilegt að margir voru komnir . . . → Lesa..

Kennsla hefst á morgun, 4. janúar

Kennsla hefst að loknu jólaleyfi í Glerárskóla á morgun, þriðjudaginn 4. janúar á þessu herrans ári 2022. Í dag hafa kennarar og annað starfsfólk skólans unnið að skipulagningu skólastarfsins næstu daga.

Við tökum öll brosandi á móti nemendum þegar kennsla hefst klukkan 8.15.