Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Facebook síða Glerárskóla

Breytingar hjá unglingastiginu – námið að mestu í Rósinborg vegna framkvæmda

Eins og fram kemur í fréttabréfi til foreldra og forráðamanna nemenda Glerárskóla, sem sjá má á heimasíðu skólans, hefur verið staðfest að ráðist verðir í framkvæmdir við A-álmu Glerárskóla og hún endurbyggð á næstu tveimur árum.

Þetta gerir að verkum að nemendur í 8. – 10. bekk sinna námi sínu að megninu til í Rósenborg þar til framkvæmdum lýkur. Allt skipulag er að komast í rétt horf og reynum við að hnýta flesta lausa enda á komandi dögum.

Þar sem tíminn er knappur náum við ekki að hefja skóla hjá nemendum í 8. -10. bekk fyrr en miðvikudaginn 24. ágúst en skólasetning verður samt á sínum stað hjá nemendum 2. – 10. bekkjar mánudaginn 22. ágúst 2022 eins og sjá má í fréttinni hér að neðan.

Eins og gefur að skilja eigum við að sjálfsögðu eftir að reka okkur á eitthvað smálegt sem betur má fara þegar við höldum af stað inn í skólaárið, en þá leysum við það í sameiningu eins og best verður á kosið. Þrátt fyrir framkvæmdir og flutninga látum við faglega þáttinn í skólastarfinu ekki frá okkur. Kennarar vinna áfram að því að efla læsi og gera námsmat virkara, taka lykilhæfni inn í nám og mat á því, auk þess sem við vinnum að því að efla þátttöku nemenda í meðvitund á eigin námi. Við reynum okkar besta við að kenna nemendum Glerárskóla að taka ábyrgð á eigin lífi og gjörðum, leita lausna á verkefnum sem upp koma í lífi þeirra og sýna umhyggju og kærleika gagnvart hverjum öðrum. Til þess nýtum við jákvæðan aga sem reynst hefur okkur vel síðastliðin 14 ár.

Kennarar unglingastigi stóðu í flutningum í dag, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Allir mættir til starfa

Flest starfsfólk Glerárskóla er komið til vinnu eftir sumarleyfi. Verkefni næstu daga eru ærin. Margvíslegir vinnufundir eru á dagskránni, námskeið, taka upp ný kennslugögn, tilflutningur milli skólastofa og að koma öllu í rétt stand áður en skólinn fyllist af lífi í næstu viku.

Skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst í íþróttasal skólans. 2. – 4. bekkur mæta til setningarinnar klukkan 9:00. Klukkustund síðar eða klukkan 10:00 verður setning fyrir 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekkur mæta til skólasetningar klukkan 11:00. Að setningu lokinni fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur og fá upplýsingar um skólastarfið. Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar verða boðaðir til viðtals þann 22. ágúst 2022.
Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum skólans þriðjudaginn 23. ágúst.

Starfsfólk Glerárskóla óskar nemendum, forráðamönnum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegs sumars.

Við hittumst öll hress og endurnærð á fyrsta skóladegi næsta skólaárs sem er mánudagurinn 22. ágúst næstkomandi.

Skólaslit

Glerárskóla var slitið í 113 skiptið við hátíðlegar athafnir í gær, fimmtudag. Já, athafnirnar voru þrjár. . . . → Lesa..

Skólaslit 1.-7. bekkja Glerárskóla

Í morgun voru skólaslit hjá 1.-7. bekkjum Glerárskóla haldin í íþróttasal skólans. Nemendur hlýddu á ræðu skólastjóra, Eyrúnar Skúladóttur, og síðan fengu Vinaverðir viðurkenningar fyrir vel unnin störf í vetur. Í lokin sungu nemendur skólasönginn af hjartans list og hurfu síðan út í sumarið. Á myndunum má sjá Vinaverði á yngsta og miðstigi.

. . . → Lesa..

Fimmtudaginn 2. júní 2022 verða skólaslit í Glerárskóla.

Nemendur í 1. – 7. bekk mæta í stofur, þaðan er gengið í röð í íþróttasal þar sem formleg slit fara fram. Að þeim loknum fara nemendur aftur í röð í stofur þar sem umsjónarkennarar kveðja. Frístund verður opin milli 8:00 – 9:00 en eftir skólaslitin er komið sumarfrí hjá nemendum.

Skólaslit 8. . . . → Lesa..

Íþróttamót miðstigs

Íþróttamót miðstigs fór fram á dögunum og þar var tekist á í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta. Gleði og keppnisandi ríkti á leikunum og fór verðlaunaafhending fram í Kjarnaskógi í gær. Það voru margir sigursælir og í gríðarlega spennandi boðhlaupinu unnu nemendur í 7. bekk Súlur, bæði í drengja og stúlkna flokki. Hér má sjá . . . → Lesa..

Glerárskóli á iði

Mikið líf og fjör var í Glerárskóla í morgun í veðurblíðunni. Hjá unglingastigi voru hinir árvissu Glerárleikar haldnir við skólann og í íþróttahúsi, sem enduðu síðan með uppgjöri og verðlaunaafhendingu. Miðstigið hjólaði út í Kjarnaskóg í leiki og útivist sem endaði með grilli. Yngsta stigið fór á Þórsvöllinn í leiki og keppni.

. . . → Lesa..

Hugur, hönd og heilbrigði

Sköpun fléttast saman við og styður allar námsgreinar. Það er ekki verra ef margir geta notið . . . → Lesa..

Lífið í fjörunni

Kenningar eru uppi um að lífið hafi kviknað í flæðarmálinu og þroskast í hafinu . . . → Lesa..