Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lesið í öllum skúmaskotum

Nú í vikunni er heljarinnar lestrarátak hjá nemendum á yngsta- og miðstigi í Glerárskóla og það er nánast lesið í öllum skúmaskotum og margir lesa af keppi þegar heim er komið.

Krakkarnir keppast við að klára hverja bókina af annarri. Fyrir hverja bók sem þeir lesa vinna þau sér inn sólargeisla, gulan fyrir fyrstu bókina, appelsínugulan fyrir bók númer tvo og rauðan fyrir þá þriðju.

Nemendurnir þurfa líka að skrifa pínulítið. Á hvern geisla rita nemendurnir nafn bókarinnar sem þeir lásu, einnig höfund hennar og í hvaða bekk þeir eru. Geislarnir eru síðan límdir upp á vegg, umhverfis sólina sem þar hefur komið sér fyrir. Það er fróðlegt að sjá hvernig sólargeislunum fjölgar þegar líður á vikuna.

Góðir gestir í Glerárskóla

Það var heldur betur gestkvæmt í Glerárskóla í dag. Hingað kom hópur hollenskra kennara sem eru í masternámi við í Hanze háskóla í Groningen. Kennararnir óskuðu eftir því að fá að kynnast starfinu í Glerárskóla. Eftir kynningarfund með Eyrúnu skólastjóra vörðu kennararnir morgninum í kennslustundum í 1., 2., 3., 6. og 7. bekk. Krökkunum þótti dálítið merkilegt að fá útlendinga í heimsókn.

Það er alltaf gaman að taka á móti góðum gestum.

Bókakaffi á viðtalsdögum

Vöffluangan liðaðist um ganga Glerárskóla á viðtalsdögunum í dag og í gær. Enda voru margir sem gátu ekki . . . → Lesa..

Vöfflukaffi á viðtalsdögum

Á morgun þriðjudag- og miðvikudag eru viðtalsdagar hér í skólanum. . . . → Lesa..

Löng helgi hjá nemendum

Komandi helgi verður óvenjulega löng hjá nemendum Glerárskóla. Á mánudaginn 30. janúar er skipulagsdagur í skólanum og því engin kennsla. Á þriðjudag og miðvikudag verður ekki hefðbundin kennsla heldur viðtalsdagar. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 2. febrúar.

Umhverfismál

Umhverfis- og loftslangsmál skipta okkur afar miklu máli eins og dæmin . . . → Lesa..

Fegurð himinsins

Nemendur Glerárskóla horfðu margir hverjir dolfallnir til himins í löngu frímínútunum í dag og ekki að undra, . . . → Lesa..

Hattar og þorramatur

Nemendur Glerárskóla voru með hatta af öllum gerðum, stærðum og litum í dag, á hattadegi skólans. Í dag . . . → Lesa..

Upp með hattana!

Á morgun, föstudaginn 20. janúar, sem einnig er bóndadagur, efnir Nemendafélag Glerárskóla til hattadags. Þá eru allir, nemendur jafnt sem starfsfólk, hvattir til þess að lífga upp á tilveruna og mæta í skólann með höfuðfat að eigin vali.

Hattar gera tilveruna sannarlega skemmtilegri.

Það er alltaf gott veður

Það kyngdi niður snjó í morgun og það blés nokkuð hressilega . . . → Lesa..