Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Góðar gjafir í minningu góðs drengs

Glerárskóla voru færðar góðar gjafir í dag úr minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar, fyrrum nemanda skólans. Um var að ræða forláta Canon myndavél og aflmikinn Marshall ferðahátalara. Móðir Baldvins, Ragnheiður Jakobsdóttir, afhenti gjöfina fyrir hönd sjóðsins á fæðingardegi Baldvins en hann fæddist á Akureyri 15. janúar 1994. Með Ragnheiði í för voru Arnar Geir Halldórsson, vinur Baldvins og stjórnarmaður í minningarsjóðnum og Hermann Helgi Rúnarsson, bróðir Baldvins og starfsmaður Glerárskóla.
… Lesa frétt

Hressandi söngsalur

Morguninn byrjaði sérstaklega vel hjá nemendum og kennurum Glerárskóla, það ver nefnilega söngsalur.

Nemendur mættu í heimastofurnar sínar og fóru þaðan með kennurum sínum í íþróttahúsið þar sem raddböndin voru þanin. Að venju var byrjað á Glerárskólalaginu en síðan sungu allir saman lögin Í síðasta skiptið og Danska lagið. Einn nemandi skólans á 16 ára afmæli í dag og auðvita tók allur salurinn undir í afmælissöngnum áður en endað var á Glerárskólalaginu, því það er aldrei of oft sungið. Reyndar var beðið um óskalag, Draum um Nínu sem sungið var í lokinn áður en hefðbundið skólastarf hófst.
… Lesa frétt

Sjáið þið stelpur!

„Vá, sjáið þið,“ var hrópað á bókasafni Glerárskóla í morgun þegar stelpur í fimmta bekk voru að leita sér að lesefni. Ein þeirra var að blaða í . . . → Lesa..

Lestrarþorsti

Það var makalaust andrúmloftið í bókasafni Glerárskóla í morgun, þegar safnið opnaði fyrir útlán að loknu jólafríi. Flestir voru búnir að lesa bækurnar sem leyndust í jólapökkunum og marga þyrsti í nýja og spennandi bók. Bókasafnið fylltist um leið og það var opnað. Nýju bækurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og þær klassísku runnu . . . → Lesa..

Gamli góði hversdagurinn

Það var óvenjulega lítið um stírur í augum í morgun þegar nemendur og starfsfólk kom í skólann eftir gott jólafrí. Ansi margir mættu með bros á vör enda gaman að hitta skóla- og vinnufélaga aftur, spjalla um jólagjafir fleira. Svo er líka ósköp gott að koma reglu á lífið aftur og mæta í skólann.

Við . . . → Lesa..

Optimized by JPEGmini 3.13.3.2TB 0x51491160

Hátíðleg stund og stórskemmtileg

Það er alltaf gaman á litlu jólunum. Þá skiptir engu máli hvort þú sért í fyrsta bekk, tíunda bekk eða starfsmaður hokinn af reynslu.

Hlý . . . → Lesa..

7 GÞB hampaði Halldórsbikarnum

Nemendur í 7 GBS sigruðu á árlegu sundmót nemenda á miðstigi fór fram í dag. Mótið er kennt við Halldór Gunnarsson sem starfaði við Glerárskóla um árabil. . . . → Lesa..

Litlu jólin og jólafrí nemenda

Í kvöld, fimmtudagskvöld, verður jólasamvera nemenda í 7. – 10. bekk. Nemendur mæta í heimastofurnar sínar klukkan 19:30 og þegar dagskránni lýkur kl. 21:00 eru nemendur þessara . . . → Lesa..