Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli með Erasmus+ vottun

Á dögunum hlaut Glerárskóli vottun sem Erasmus+ skóli til ársins 2027. Með þessu er staðfest að skólinn hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarleiðir sem hluta af stefnumörkun til framtíðar. Þeir skólar sem fá þessa vottun staðfesta, munu hafa einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna í nýrri menntaáætlun Erasmus+ 2021-2027.

Við megum vera mjög stolt af því að hafa fengið þessa aðild viðurkennda.

Verk nemenda Glerárskóla á Listasafninu á Akureyri!

Nemendur Glerárskóla hafa að undanförnu tekið þátt í verkefninu „Sköpun bernskunnar“. Þema verkefnisins er blómamyndir í anda listafólksins Eggerts Péturssonar og Guðbjargar Ringsted.

Nemendur í skólans í 3. – 10. bekk unnu málverk í stæðinni 1×1 metri undirleiðsögn Bryndísar Arnardóttur sem sinnt hefur afleysingakennslu í myndmennt síðustu mánuðina. Myndverkin voru unnin í samvinnu nemenda þar sem tveir til fjórir unnu að hverri mynd.

Þessi skemmtilegu verk hanga nú uppi í Listasafninu á Akureyri og það er verulega gaman að leggja leið sína í safnið og skoða sýninguna „Sköpun bernskunnar“ sem stendur fram til annars maí næstkomandi.

Með því að smella hér má sjá myndir krakkanna sem eru á sýningunni.

Fulltrúar Glerárskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar nemendur í 7. bekk keppa um að vera fulltrúar Glerárskóla í Stóru upplestrarkeppninni. Í morgun lásu átta nemendur fyrir dómnefnd . . . → Lesa..

Umferð breytt í súlurit

Nemendur í sjöunda bekk nýttu miðlotuna í morgun til þess að telja bíla víða í hverfinu og skrá hjá sér lit þeirra. Hver hópur taldi . . . → Lesa..

9KJ sigraði í Glerárvision

Það var mikil spenna og heilmikil stemning í miðlotunni hjá okkur í morgun en þá fór fram hin árlega söngkeppni Glerárvision.

Alla jafna fer keppnin fram seinni hluta haustmisseris en vegna ástandsins í samfélaginu var keppninni seinkað og fyrirkomulagi hennar breytt. Keppnin er alla jafna haldin á sviði fyrir framan alla nemendur skólans en því . . . → Lesa..

Erfitt að taka manntal

Það var verulega erfitt fyrir marga kennara að taka nafnakall í morgun því við skólaborðin sátu margar torkennilegar verur. Sumar voru ógnvekjandi, aðrar fallegar og sakleysislegar. Það var nefnilegar búningadagur í skólanum öllum til mikillar ánægju.

Á morgun, þriðjudag, lítum við upp úr skólabókunum eina kennslustund og fylgjumst með Glerárvision sem í ár er með . . . → Lesa..

Búningadagur

Á mánudaginn kemur, bolludag, verður búningadagur í Glerárskóla hjá okkur öllum þ.e. nemendum í 1. -10. bekk og starfsfólki skólans. Við óskum eftir því að búningarnir tali sínu máli og að öll “vopn” verði skilin eftir heima á mánudaginn. ATH ! Nemendur í 1. – . . . → Lesa..

Íslenskir dagar – fræðsla á erlendum tungumálum

Framundan eru skemmtilegir dagar sem eru svolítið sér íslenskir. Við erum að tala um bolludaginn, sprengidag og öskudag. Á vef Akureyrarbæjar er búið að taka saman upplýsingar um þessa daga og nokkra til viðbótar á pólsku, ensku og einfaldri íslensku. Texti á arabísku er í vinnslu en . . . → Lesa..

Skemmtilegur dagur í Hlíðarfjalli

Skemmtilegur dagur í Hlíðarfjalli

Það mátti lesa gleði og spennu út úr hverju aldliti í morgun þegar nemendur og starfsfólk Glerárskóla mættu til þess að eiga skemmtilegan dag í Hlíðarfjalli.

Muggan hafði engin áhrif á krakkana sem fylktu sér upp þar til röðin kom að þeim að stíga upp í rúturnar sem biðu á bílaplaninu. . . . → Lesa..

Listrænar grímur

Krakkar í þriðja og fjórða bekk hafa að undanförnu unnið að ansi metnaðarfullri grímugerð. Fyrsta skrefið var hugmyndavinna og hönnun. Allir þurftu að byrja á að . . . → Lesa..