Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Skýringar við skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Dagur íslenskrar náttúru

Nemendur Glerárskóla gerðu margt skemmtilegt í gær, 16. september, á degi íslenskrar náttúru. Krakkarnir í fimmta og sjötta bekk fóru t.d.  í Kvennfélagsreitinn, og skoðuðu hann með augum listamannsins. Síðan tók sköpunargleðin við og mörg falleg og athyglisverð listaverk litu dagsins ljós.

Að læra og leika sér

Þeir læra og leika sér krakkarnir í 7. bekk sem eru nú í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Í góða veðrinu í dag fóru nemendurnir í fjöruna og rannsökuðu lífríkið, bæði á staðnum og innan dyra.

Það gengur allt vel á Reykjum og allir eru bæði glaðir og kátir!

Ævintýri fram undan hjá 7. bekk

Þessir skemmtilegu 7. bekkingar fóru í Hrútafjörðinn í morgun en þau . . . → Lesa..

Lalli og töframaðurinn

Krakkarnir á miðstigi skemmtu sér ljómandi vel í gær þegar þeim . . . → Lesa..

Heitavatnslaust á föstudaginn

Föstudaginn 10. september nk. verður heitt vatn tekið af stórum hluta Glerárhverfis vegna vinnu við heitavatnsbrunn og þar með Glerárskóla. Heita vatnið verður tekið af strax kl. 8:00 og kemur sennilega ekki aftur á fyrr en um kl. 15:00, jafnvel seinna.

Vegna þessa verður að breyta hádegisverðinum á föstudaginn og verður boðið upp á pylsur . . . → Lesa..

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Það var ögn þungbúið í morgun en logn og ljómandi góður lofthiti. Það var sem sagt ákjósanlegt hlaupaveður þegar nemendur í Glerárskóla sprettu af stað sem þátttakendur í Olympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið, sem áður hét Norræna Skólahlaupið, er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Það var fyrst haldið árið 1984.

Krakkarnir . . . → Lesa..

Blessuð blómin

Því betur sem við þekkjum náttúruna, þeim mun betur kunnum við að njóta hennar, frá því smæsta og viðkvæmasta yfir í það . . . → Lesa..

Útivistardagur

Dagurinn var ansi góður hjá nemendum og starfsfólk Glerárskóla í dag, en þá var útivistardagur þar sem var leikið sér, lært og puðað.

Nemendur í fyrsta bekk fóru í margvíslega leiki á skólalóðinni, annar bekkur fór í vettvangsferð í Lystigarðinn, þriðji bekkur fór í ratleik í Krossanesborgum og sjá fjórði leysti ratleik í Naustaborgum.

Krakkarnir . . . → Lesa..

Fyrsta skólavikan var ansi góð

Fyrsta vika skólaársins var hreint út sagt ljómandi góð. Veðrið lék heldur betur við okkur og kennarar sinntu útikennslu af miklum krafti. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar nemendur í sjötta bekk fóru í siglingu með Húna II og lærðu þar heilmikið um lífríki sjávarins. Þá má einnig sjá myndir frá því . . . → Lesa..

Fyrsti skóladagurinn!

Í dag var fyrsti kennsludagur skólaársins og það var gaman að sjá ganga og kennslustofur fyllast af lífi. . . . → Lesa..