Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Slökkviliðið kemur í heimsókn

Nemendur þriðja bekkjar fá góða gesti í heimsókn á mánudaginn, slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar. Heimsókn þeirra er liður í eldvarnarátaki sem beint er að þriðju bekkingum um land allt nú á aðventunni.

Það er því engin ástæða til þess að láta sér bregða þótt brunabílar sjáist við skólann á mánudagsmorguninn 😊

Glerárvision í Vikudegi

Í nýjasta Vikudegi er að finna skemmtilega umfjöllun um söngkeppnina Glerárvision, og allt sem henni fylgir og gerir daginn dásamlegan. Hægt er að sjá umfjöllunina með því að smella hér.

Það þurfa allir að æfa

Jólalög og söngvar eru meðal þess sem gefa aðventunni gildi og söngin þarf að æfa. Við þurfum að hafa bæði lög og texta nokkur vegin á hreinu . . . → Lesa..

Skreytum hús með…

Í dag var skreytingadagur í Glerárskóla. Útvarpsstöð skólans var ræst og jólalög ómuðu um ganga og stofur þar sem iðnir og listrænir nemendur skreyttu skólahúsið hátt og lágt, eins og sjá má á myndbandinu sem finna má hér.

Gleði á Glerárvision

Það er mál manna að Glerárvision, söngkeppni Glerárskóla, hafi tekist afar vel nú í ár. Nemendur lögðu mikið á sig við undirbúning og æfingar með umsjónakennurum sínum. . . . → Lesa..

Tilhlökkun og spenningur

Æfingahljóðver Glerárskóla er hefur verið fullbókað þessa vikuna og kemur engum á óvart, því á morgun er Glerárvision, árleg söngkeppni skólans.

. . . → Lesa..

Útvarp Glerárskóli – FM 105,5

Í tilefni Glerárvision, söngkeppni Glerárskóla, verður útvarp Glerárskóli starfrækt út vikuna.

Nemendur skólans á unglingastigi halda úti metnaðarfullri dagskrá frá kl. 14.00 til klukkan 18.00. Útsendingarlotunni lýkur á föstudaginn, sjálfan Glerárvisiondagnn, klukkan 16.00.

Fylgjast má með útsendingum á FM 105,5 og gegnum tengil á heimasíðu skólans.

Merkimiðar á jólapakkana

Jólapakkinn er ekki fullkominn fyrr er merkimiðinn er kominn á sinn stað, eins og við flest vitum. Einmitt þess vega gera margir töluverðar kröfur til miðans sem fyrst og fremst á að vera jólalegur. . . . → Lesa..

Nemendur funda með bæjarfulltrúum

Nemendur Glerárskóla fengu góða gesti í dag, á alþjóðadegi barna. Hingað komu bæjarfulltrúar sem settust niður með nemendum og buðu þeim til samræðna um hvaðeina sem krakkarnir vildu ræða.

. . . → Lesa..

Íþróttahúsið tekið í notkun

Það var stór dagur hjá nemendum og íþróttakennurum Glerárskóla í dag, þegar íþróttahús skólans var tekið í notkun eftir umtalsverðar breytingar og þar með er lokið flakki . . . → Lesa..