Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 15. 01 2021 Nemendur sjöunda bekkjar mættu í matsalinn í morgun klukkan níu til þess að meðtaka andlega næringu og njóta upplesturs skólasystur sinnar, Tinnu Evudóttur úr áttunda bekk. Tilefnið var formlegt upphaf Stóru upplestrarkeppninnar og þar með hefjast upplestraræfingar nemenda í sjöundabekk. Eftir rúman mánuð verða, valdir þeir fulltrúar Glerárskóla sem taka þátt í lokakeppninni hér á Akureyri.
Við setninguna ræddi Eyrún Skúladóttir skólastjóri um mikilvægi lestrar fyrir lífið sem bíður þeirra og hvatti hún krakkana til mikilla dáða. Það verður gaman að fylgjast með upplestraræfingunum næstu vikurnar.
Skrifað 12. 01 2021 Í vetur hafa krakkarnir í 10AGJ hafa unnið bekkjarblað sem nú er komið út. Í blaðinu, sem þau kalla Kalla, kennir ýmissa grasa. Þar má meðal annars finna uppskriftir, umfjöllun um snyrtivörur, viðtöl, smásögu og sitthvað fleira.
Bekkjarblaðið Kalla má finna hér.
Skrifað 08. 01 2021 Kennsla hefst í Glerárskóla mánudaginn 11. janúar á hefðbundinn hátt samkvæmt stundaskrá.
Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ræða við nemendur um að vera ekki við afgirta svæðið við B-inngang og fara alls ekki inn á það.
Hreinsunarstarf og viðgerðir halda áfram í næstu viku og við gætum átt von á einhverjum truflunum á rafmagni, . . . → Lesa..
Skrifað 07. 01 2021 Í dag, fimmtudaginn 7. janúar 2021, hefur staðan í Glerárskóla verið metin og farið af stað með tiltekt, hreingerningu og lagfæringar vegna brunans í gær.
Sem betur fer náði eldurinn ekki inn í kennsluálmurnar en geymslugangur í kjallara varð illa úti ásamt tveimur útigeymslum auk þess sem tengigangur á jarðhæð var undirlagður af reyk og . . . → Lesa..
Skrifað 07. 01 2021 Eldur kom upp í kjallara Glerárskóla á tólfta tímanum í gærkvöldi. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn og tók þá til við að reykræsta skólann.
Af þessum sökum fellur kennsla í Glerárskóla niður í dag, fimmtudaginn 7. janúar. Foreldrum og forráðamönnum nemenda verða sendar nánari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.
Skrifað 05. 01 2021 E ftir vel heppnaðan skipulagsdag í gær tók starfsfólk Glerárskóla á móti nemendum í morgun, fyrsta kennsludag ársins.
Það mátti sjá stírur í nokkrum augum . . . → Lesa..
Skrifað 03. 01 2021 Á morgun, mánudaginn 4. janúar, er skipulagsdagur í Glerárskóla og því frídagur nemenda. Frístund verður einnig lokuð.
Skólastarf hefst samkvæmt hefðbundinni stundatöflu þriðjudaginn 5. janúar 2021 kl. 8.15.
Skrifað 17. 12 2020 Jólin eru komin í Glerárskóla, í það minnsta litlu jólin. Nemendur á unglingastigi hittast í sinni heimastofu í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.00 og eiga hátíðlega og . . . → Lesa..
|
|