Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Facebook síða Glerárskóla

Óundirbúinn brunaæfing

Nú í vikunni var haldin brunaæfing í Glerárskóla. Að þessu sinni var æfingin óundirbúin, þ.e. einungis stjórnendur og öryggisnefnd skólans vissu af henni.

Vel gekk að rýma skólann. Kennarar og annað starfsfólks skólans brást við samkvæmt áætlun og nemendur gengu hratt en fumlaust út úr skólabyggingunni.

Að þessu sinni var safnast saman á nýjum körfuboltavelli á skólalóðinni. Þar mynduðu allir bekkir raðir og kennarar gáfu til kynna með því að halda uppi grænu spjaldi að allir væru komnir út, heilu á höldnu.

Brunaæfingar eru haldnar reglulega í Glerárskóla og þær eru mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi okkar og æfa réttu viðbrögðin.

470  grillaðir hamborgarar!

Veðrið í morgun, þriðjudaginn 17. maí, var með afbrigðum gott og blíðan hélst fram yfir hádegi. Á matseðlinum voru hamborgarar, réttur sem nemendur í sjötta bekk völdu, en einn bekkur fær að velja eina máltíð í mánuði í Glerárskóla.

Matráður skólans gerði ég lítið fyrir og með hjálp þeirra sem áttu lausa stund skellti hann upp grillum og grillaði ofan í mannskapinn, hvorki fleiri né færri en 470 hamborgara sem settir voru í volg og dúnmjúk brauð með grænmeti og sósum að vali hvers og eins.

Borgararnir hurfu eins og dögg fyrir sólu!

Allir út!

Það sem eftir lifir skólaárs verður öll íþróttakennsla í Glerárskóla utandyra, enda oft erfitt að hanga . . . → Lesa..

Vatnsbrúsi sem minnir fólk á að drekka!

Tveir nemendur í 7. Bekk Glerárskóla, þeir Natan Dagur Fjalarsson . . . → Lesa..

Nemendur á ferð og flugi

Þessa vikuna eru fjórir nemendur og tveir starfsmenn í Danmörku vegna Erasmus verkefnisins Be a Shield around the world. Verkefnið fjallar um umhverfið okkar og eru þátttakendur að vinna að allskonar verkefnum um hvernig hægt sé að bjarga jörðinni okkar. Nemendur gista inn á dönskum heimilum og hér má sjá þau Hlyn, Sigga, Tinnu og . . . → Lesa..

Sundmót Glerárskóla

Hið árlega sundmót á miðstigi, Halldórsmótið, var haldið í gær fimmtudag. Þar keppa lið nemenda . . . → Lesa..

Akureyrarmeistarar!

Það var mjög gaman að fylgjast með nemendum Glerárskóla keppa í Skólahreysti í beinni . . . → Lesa..

Glerárskóli í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Tveir nemendur í 7. bekk, þeir Natan Dagur Fjalarson og Viktor Jens Gunnarsson gerðu sér lítið fyrir og komust í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Munu þeir í framhaldinu fara í vinnusmiðjur og úrslitakeppni til Reykjavíkur. Óskum við þeim til hamingju með þetta og munum fylgjast vel með gengi þeirra þar. . . . → Lesa..

Viðurkenningar Fræðslu og lýðheilsusviðs

Á föstudaginn fór fram afhending viðurkenninga Fræðslu og lýðheilsusviðs í Hofi.

Fríða Pétursdóttir íslensku- og . . . → Lesa..

Erasmus heimsókn í Glerárskóla

Í síðustu viku var haldinn hér í skólanum vinnufundur vegna Erasmus+ verkefnisins We All Equal One. Við fengum í heimsókn tólf gesti frá Englandi, Póllandi, Spáni og Tyrklandi. Fyrir utan það að funda, var farið í innlit í kennslustundir, Jafnréttisstofa var heimsótt og fékk hópurinn að kynnast starfinu þar, rúntur tekinn um Norðausturland og í . . . → Lesa..