Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Google Classroom – kennslumyndbönd

Tveir nýir hnappar hafa verð settir á heimasíðunna okkar til að auðvelda nemendum að vinna verkefni heima í Google Classroom. Um er að ræða hlekki á tvö kennslumyndbönd; „Að skoða verkefni í Classroom“ og „Að skila verkefnum í Classroom“. Þetta eru stutt og auðskilin myndbönd.

Mikilvægt er að nemendur gleymi ekki að lesa sér til ánægju og yndisauka heimavið, því í bókinni búa ævintýri, gleði og spenna að ógleymdum öllum fróðleiknum.

Um þessar mundir er margvísleg afþreying í boði. Ævar vísindamaður er til að mynda að lesa bækur sínar fyrir krakka og er hlekkur á lesturinn hér (skruna þarf niður fréttina til að sjá lesturinn frá upphafi).

Skilaboð frá fræðslustjóra

Eftirfarandi bréf hefur verið sent til forráðamanna nemenda Glerárskóla:

Ágætu foreldrar.

Bestu þakkir fyrir ríkan skilning á þeim aðstæðum sem við búum nú við í grunnskólum bæjarins.

Tvö meginsjónarmið ráða för við skipulag grunnskólastarfs, þ.e. að skólastarf geti haldið áfram fyrir öll börn og hins vegar að tryggja hámarks sóttvarnir.

Nemendur á unglingastigi stunda heimanám með aðstoð kennara, miðstigið er að hluta til heima og að hluta í skólanum og yngsta stigið er í skólanum fram til hádegis. Til að getað fléttað þessu saman höfum við gripið til margvíslegra ráðstafana og nú síðast biðlað til ykkar sem hafið tök á því að hafa börn ykkar heima þrátt fyrir að skólar séu opnir. Það hefur létt okkur allt starf og skipulag sem við erum þakklát fyrir.

Til áréttingar þá er ekki verið á nokkurn hátt að krefja foreldra um að hafa börnin heima heldur er um vinsamleg tilmæli að ræða. Þið sem hafið ekki tök á að hafa börnin heima, hvort sem það er samfellt eða ekki, komið að sjálfsögðu með börnin í skólann. Þangað eru þau ávallt velkomin, nú sem endranær.

Starfsfólk grunnskólanna er boðið og búið að gera það sem þarf svo skólastarf geti haldið áfram, vinna að velferð og framförum barnanna og eiga farsæl samskipti og samstarf við ykkur.

Skólastarf verður óbreytt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi nema til þess komi að sóttvarnalæknir ákveði annað.

Gangi ykkur sem allra best í ykkar verkefnum og það er gott að finna hvernig samtakamátturinn fleytir okkur áfram við aðstæður sem þessar.

Karl Frímannsson,
sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar.

Með bréfi Karls fylgdi bréf frá sóttvarnalækni og landlækni. Bréfið má sjá hér.

Allir leggja sig fram

Þótt það sé óvenjulega rólegt á gögnum skólans um þessar mundir hafa allir sitthvað fyrir stafni. Kennslan hefur verið löguð að aðstæðum; nemendur á unglingastigi opna tölvurnar heima og leysa verkefni meðan yngri nemendur fá kennslu í skólanum, misjafnlega skerta.

En það sem skiptir mestu máli er að allir leggja sig fram um að láta . . . → Lesa..

Skipulag Glerárskóla frá og með þriðjudeginum 24. mars 2020

Vegna nýrra tilmæla um hertari sóttvarnir í samfélaginu verður fyrirkomulag skólastarfs í grunnskólum Akureyrar með breyttu sniði frá og með þriðjudeginum 24. mars 2020, eins og áður hefur komið fram.

Foreldrar sem geta haft börnin heima eru hvött til að gera það alfarið til að minnka líkur á smiti og er þá gott að sækja . . . → Lesa..

Mikilvæg skilaboð um skólahald í Glerárskóla

Í ljósi nýjustu tilmæla Almannavarna þarf að endurskoða skipulag skólastarfs frá og með þriðjudeginum 24. mars. Sóttvarnir eru forgangsmál hjá öllum í samfélaginu og eiga þær við allsstaðar og alltaf. Hólfun skóla verður enn markvissari en verið hefur og tekið verður fyrir allan ónauðsynlegan samgang á milli þeirra hvort sem um nemendur eða starfsfólk er . . . → Lesa..

Við stöndum þétt saman!

Starfsfólk Glerárskóla stendur þétt saman þessa dagana en passar að hafa hæfilega langt á milli sín eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin var á kennarafundi . . . → Lesa..

Ábyrgð, samvinna og dugnaður

Síðustu dagar hafa verið óvenjulegir og um leið mjög athyglisverðir í Glerárskóla. Skólastarfið hefur gengið afar vel. Nemendur hafa verið sérlega skilningsríkir og hafa . . . → Lesa..

Breytingar á skipulagi

Komin er upp sú staða að við í Glerárskóla þurfum að endurskoða skipulagið okkar fyrir þessar vikur sem samkomubann ríkir í samfélaginu.

Breytingarnar taka gildi frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020.

ATH! Skipulag hjá 5. -10. bekk breytist ekki.

Skipulag hjá 1. -4. . . . → Lesa..

Góður dagur í Glerárskóla

Í morgun mættu nemendur á misjöfnum tíma í skólann, samkvæmt nýju skipulagi Glerárskóla sem tók gildi í dag og er unnið samkvæmt tilmælum Almannavarna og Ríkislögreglustjóra í samræmi við fræðsluyfirvöld og bæjaryfirvöld. Nemendur komu vel undirbúnir að heiman og virtust tilbúnir breyttum aðstæðum í skólanum.

Þótt skólahald væri með óhefðbundnum hætti var lögð áhersla á . . . → Lesa..

Nýtt skipulag tekur gildi

Nýtt skipulag Glerárskóla sem tekur mið af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu, tekur gildi frá og með þriðjudeginum 17. mars. Forráðamenn nemenda hafa þegar fengið ítarlegt bréf með upplýsingum um breytingarnar og breytta umgengishætti í skólanum. Mikilvægt er að forráðamenn ræði skipulagið vel og vandlega við börnin sín því þau verða að fylgja því eftir í . . . → Lesa..