Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli fékk Grænfánann í sjöunda sinn

Guðrún Schmidt, fulltrúi Landverndar, heimsótti Glerárskóla í morgun á sannkölluðum hátíðarfundi Umhverfisnefndar skólans. Guðrún fór fögrum orðum um stefnu skólans í umhverfismálum og störf nefndarinnar og hún var sérstaklega ánægð með áherslu skólans á sviði umhverfismála, s.s. flokkun úrgangs, endurvinnslu, neyslu, lýðheilsu, grenndarfræðslu og umhverfisvernd. Hún sagði það sérstaklega jákvætt hvað umhverfismál í fjölbreytileika sínum eru fastir þættir í daglegu starfi Glerárskóla.

Umhverfisnefnd Glerárskóla er skipuð fulltrúum um allra bekkja. Nefndin hélt upp á daginn með því gæða sér á heitu súkkulaði og piparkökum áður en fáninn var dregin að húni. Þetta var í sjöunda skiptið sem Glerárskóli fær Grænfánann en honum hefur verið flaggað óslitið síðan 18. september 2008.

Rís þú unga Íslands merki!

Þríliti fáninn (hvíti, rauði og blái) var vígður þjóðfáni Íslands, hins frjálsa og fullvalda íslenska ríkis, sunnudaginn 1. desember 1918 og hann var dregin að húni við Glerárskóla í morgun, á fullveldisdaginn. Textinn hér að neðan er byggður á grein sem herra Pétur Sigurgeirsson biskup skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 17. júní 2006.

Einar Benediktsson skáld var, eins og kunnugt er, mikill hvatamaður þess að íslenski fáninn yrði þannig gerður: Hvítur kross á bláum feldi. Þegar á reyndi að þessi yrði gerð fánans kom í ljós að hann líktist of mikið gríska fánanum og reyndar þeim sænska líka, til þess að sú hugmynd næði fram að ganga. Úr því bætti Matthías Þórðarson, síðar þjóðminjavörður.

Á fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur þann 27. september 1906 lagði hann fram og sýndi mynd af nýjum krossfána með þeirri breytingu að inni í þeim hvítbláa miðjum var nú kominn rauður kross. Þar með voru komnar tvær gerðir, hinn tvíliti og þríliti fáni fyrir Ísland. Deilt var lengi um þessar tvær fánagerðir, bæði utan þings og innan.

En áfram miðaði að langþráðu takmarki. Hin þrílita fánagerð varð sérfáni og siglingafáni Íslendinga.
… Lesa frétt

Fræðsla um stafrænt ofbeldi

Silja lögregluþjónn heimsótti áttunda bekk í dag og flutti þar ansi athyglisverða tölu um stafrænt ofbeldi. Hún ræddi málið frá ýmsum  hliðum og lagði sérstaka áherslu á þá þætti stafræns ofbeldis sem saknæmir eru.

Boðskapurinn náði vel til krakkana sem fylgdust með af athygli.

Þessi fína bleikja

Maturinn í Glerárskóla hefur löngum þótt góður, fjölbreyttur og hollur. Í dag fengu krakkarnir þessa líka fínu bleikju . . . → Lesa..

Kappsmál og upplestur

Í gær var dagur íslenskrar tungu og þá var ýmislegt gert hér í skólanum. Sjónvarpsþátturinn Kappsmál . . . → Lesa..

Viðburðum frestað vegna aðstæðna í samfélaginu

Í ljósi aðstæðna hefur ákveðið að aflýsa Hrekkjavökuballi fyrir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk sem vera átti fimmtudaginn 18. nóvember. Föndurdegi Foreldrafélagsins sem vera átti 27. nóvember næstkomandi hefur einnig verið aflýst.

Slytherin vann!

Afar vel heppnuðum þemadögum er lokið. Nemendum skólans var skipt niður í fjórar „heimavistir“ sem báru . . . → Lesa..

Skóli galdra og seiða

Í dag breyttist Glerárskóli smám saman í skóla galdra og seiða. Um gangana flugu uglur með . . . → Lesa..

Fræðandi heimsókn til nemenda í sjöunda bekk

Fulltrúi Rauða krossins heimsótti nemendur í sjöunda bekk nú í morgun. Krakkarnir eru um þessar mundir . . . → Lesa..

Skipulagsdagur á mánudaginn

Mánudagurinn 8. nóvember er skipulagsdagur í Glerárskóla og þá verða nemendur heima. Frístund er opin fyrir börn sem skráð hafa verið í vistunina þann dag. Kennsla verður með eðlilegum hætti á þriðjudaginn.