Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Aðeins styttri dagur hjá 5. til 10. bekk miðvikudaginn 30. september

Á morgun, miðvikudaginn 30. september lýkur skóla hjá nemendum í 5. til 10. bekk kl. 13:00. Þá setjast kennarar á skólabekk í annað skiptið af þremur vegna verkefnisins Læsi fyrir lífið sem Glerárskóli tekur þátt í næstu tvö árin.

Verkefnið hjálpar okkur að efla nemendur til náms með lestri og víðsýni í öllum námsgreinum sem er afskaplega mikilvægt í samfélaginu okkar í dag.

Rúmfræði er ekkert flókin!

Það eru ekki alveg allir sem átta sig á rúmfræði þegar hún er fyrst kynnt fyrir þeim. Þess vegna er fínt að hafa hugvitsama kennara sem fara út og gera rúmmálið áþreifanlegt.

Krakkarnir í sjöunda bekk skemmtu sér ljómandi vel í útikennslu um daginn þar sem þeir bjuggu til þrívíð form úr sprekum og trjágreinum. Allt var síðan mælt í bak og fyrir, margfaldað og þá lá rúmmálið í augum uppi.

Stundum er lífið fótbolti

Það var aldeilis líf í Boganum í morgun, en þar kepptu nemendur á unglingastigi í fótbolta. Allir grunnskólar Akureyrar tóku þátt í mótinu og sýndu eftirtektarverð tilþrif. Svona keppni er tekin alvarlega með töflufundum og hvaðeina.

Vel heppnuð rýmingaræfing

Það voru allir viðbúnir æfingunni þegar brunabjallan glumdi á slaginu 8:30 í morgun. Nemendur skipuðu sér í raðir inn í skólastofunum, kennarar gættu að því . . . → Lesa..

Rýmingaræfing á morgun, miðvikudag

Á morgun, miðvikudaginn 23. september n.k. verður rýmingaræfing í Glerárskóla í fyrsta tíma skóladagsins. Nemendur fara inn í stofur þegar þeir mæta í skólann á skóm og með úlpur, þar er tekið manntal og síðan fer brunaboðinn af stað. Þá æfa nemendur þau handtök sem þarf þegar hætta er á ferð og rýma skólann samkvæmt . . . → Lesa..

Gengið í skólann

Það var ánægjuleg að sjá að flestir nemendur Glerárskóla komu gangandi eða hjólandi í skólann í morgun þegar átakið „Gengið í skólann“ hófst. Í síðustu viku var lögð áhersla á hjólreiðar sem var upptaktur og æfing fyrir átakið.

Góð byrjun á deginum

Það var fjör í morgun á fyrsta söngsal Glerárskóla. Þegar bjallan glumdi klukkan 8.15 í morgun gengu nemendur prúðir en frjálslegir í fasi inn í íþróttasalinn . . . → Lesa..

Frístund fær góða gjöf

Krakkarnir í Frístund hér í Glerárskóla fögnuði í vikunni góðri gjöf, helling af Playmo, Lego og búningum, dóti sem þráði að komast í hendurnar á kátum . . . → Lesa..

Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni dagsins var sitthvað gert í Glerárskóla, bæði úti og í skólastofum. Hluti nemenda safnaði plöntum og greindi, aðrir skrifuðu sögu þar sem við sögu komu hlutir sem nemendurnir söfnuðu úti í náttúrunni.

Á skólalóðinni voru heimsins bestu lummur steiktar við snarpheit kol og blússandi prímus. Þær þóttu ljúffengar með ögn af sykri. Það . . . → Lesa..

Lífið í Hundatjörn

Hvergi er betra að læra um lífríki ferskvatna en með rannsóknum í ferskvatni, það gefur auga leið. Einmitt þess vegna fór sjöundi bekkur Glerárskóla að Hundatjörninni góðu . . . → Lesa..