Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Facebook síða Glerárskóla

Starfsfólk Glerárskóla óskar nemendum, forráðamönnum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegs sumars.

Við hittumst öll hress og endurnærð á fyrsta skóladegi næsta skólaárs sem er mánudagurinn 22. ágúst næstkomandi.

Skólaslit

Glerárskóla var slitið í 113 skiptið við hátíðlegar athafnir í gær, fimmtudag. Já, athafnirnar voru þrjár. Skólaslit nemenda á yngsta sigi og miðstigi fór fram fyrr um daginn en síðdegis voru hátíðleg skólaslit í Glerárkirkju síðdegis fyrir nemendur á unglingastigi og aðstandendur þeirra.

Í ávarpi sínu fór Eyrún Skúladóttir skólastjóri yfir liðið skólaár og þakkaði kennurum og starfsfólki skólans fyrir lausnamiðaða hugsun og nemendum og aðstandendum fyrir jákvæðni og skilning á breyttum aðstæðum vegna heimsfaraldursins sem áfram setti svip sinn á skólahaldið.

Við skólaslitin í Glerárkirkju ávarpaði Þorkell Ingason útskriftarnemendur en fimm ár eru liðin síðan hann var í þeirra sporum. Sigrún Karen Yeo, formaður nemendaráðs, samdi erindi fyrir hönd útskriftarnema en þar sökum hæsi hennar og raddleysins flutti Herdís ósk Einarsdóttir erindið fyrir hennar hönd.

Þau Óskar Koladavelu, Sigrún Dalrós Eiríksdóttir og Sigrún Karen Yeo hlutu viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 10. bekk. Gunnþór Andri Björnsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku. Alan Mackiewicz fékk viðurkenningu fyrir framfarir í námi og Kristinn Viðar Tómasson fékk viðurkenninguna góður félagi.

Rósa Signý Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 8. bekk og Elsa Dís Snæbjarnardóttir fyrir bestan samanlagðan námsárangur í 9. bekk.

Fleiri myndir frá athöfninni og nemendum sem hluti viðurkenningar má sjá á Facebook síðu skólans.

Skólaslit 1.-7. bekkja Glerárskóla

Í morgun voru skólaslit hjá 1.-7. bekkjum Glerárskóla haldin í íþróttasal skólans. Nemendur hlýddu á ræðu skólastjóra, Eyrúnar Skúladóttur, og síðan fengu Vinaverðir viðurkenningar fyrir vel unnin störf í vetur. Í lokin sungu nemendur skólasönginn af hjartans list og hurfu síðan út í sumarið. Á myndunum má sjá Vinaverði á yngsta og miðstigi.

. . . → Lesa..

Fimmtudaginn 2. júní 2022 verða skólaslit í Glerárskóla.

Nemendur í 1. – 7. bekk mæta í stofur, þaðan er gengið í röð í íþróttasal þar sem formleg slit fara fram. Að þeim loknum fara nemendur aftur í röð í stofur þar sem umsjónarkennarar kveðja. Frístund verður opin milli 8:00 – 9:00 en eftir skólaslitin er komið sumarfrí hjá nemendum.

Skólaslit 8. . . . → Lesa..

Íþróttamót miðstigs

Íþróttamót miðstigs fór fram á dögunum og þar var tekist á í hinum ýmsu greinum frjálsra íþrótta. Gleði og keppnisandi ríkti á leikunum og fór verðlaunaafhending fram í Kjarnaskógi í gær. Það voru margir sigursælir og í gríðarlega spennandi boðhlaupinu unnu nemendur í 7. bekk Súlur, bæði í drengja og stúlkna flokki. Hér má sjá . . . → Lesa..

Glerárskóli á iði

Mikið líf og fjör var í Glerárskóla í morgun í veðurblíðunni. Hjá unglingastigi voru hinir árvissu Glerárleikar haldnir við skólann og í íþróttahúsi, sem enduðu síðan með uppgjöri og verðlaunaafhendingu. Miðstigið hjólaði út í Kjarnaskóg í leiki og útivist sem endaði með grilli. Yngsta stigið fór á Þórsvöllinn í leiki og keppni.

. . . → Lesa..

Hugur, hönd og heilbrigði

Sköpun fléttast saman við og styður allar námsgreinar. Það er ekki verra ef margir geta notið . . . → Lesa..

Lífið í fjörunni

Kenningar eru uppi um að lífið hafi kviknað í flæðarmálinu og þroskast í hafinu . . . → Lesa..

Uppstigningardagur og skipulagsdagur

Á morgun, fimmtudaginn 26. maí, er uppstigningardagur. Þá er frí í skólanum. Daginn eftir, föstudaginn 27. maí, er skipulagsdagur í Glerárskóla og þá er frí hjá nemendum. Frístund er einnig lokuð á föstudaginn.

Framkvæmdum frestað

Síðdegis í gær, 24. maí, bárust okkur þær fréttir að ekki hefði náðst saman með tilboðsaðilum og Akureyrarbæ vegna útboðs í endurbyggingu á A-álmu Glerárskóla.

Því miður frestast þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru og ekkert verður af flutningum í Rósenborg fyrir byrjun næsta skólaárs, eins og áætlað var. Enn er verið . . . → Lesa..