Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 06. 01 2025 Skólinn hófst í dag, á þrettándanum, síðasta degi jóla. Nemendum fannst gaman að hittast aftur eftir jólafrí og margir voru ánægðir með að reglufestan væri tekin við með krefjandi verkefnum.
Þegar kíkt var inn um gluggann í einni kennslustofunni í morgun sást að nemendur voru niðursokknir í verkefnavinnu enda kappsamir og duglegir nemendur.
Skrifað 06. 01 2025 Þá er starfið hafið i Glerárskóla á því herrans ári 2025 með nýjum verkefnum og áskornunum. Starfsfólk kom hresst til baka eftir jóla- og áramótafrí í morgun. Þá tóku við fundarhöld, fræðsla og undirbúningur fyrir komandi daga. Við hlökkum til að hitta nemendur mánudaginn 6. janúar, en þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Sjáumst. . . . → Lesa..
Skrifað 19. 12 2024 Í dag var rólegur og skemmtilegur uppbrotsdagur í Glerárskóla. Krakkarnir á yngsta stigi komu með spari nesti og horfðu á bíómyndir en krakkarnir á miðstigi og unglinga stigi spiluðu félagsvist í allan morgun.
Þar þurftu þau að brjóta heilann, spekúlera, telja og reikna til þess að fá sem flesta slagi. Þetta þótti sérlega skemmtilegur morgun . . . → Lesa..
Skrifað 18. 12 2024 Á morgun, fimmtudaginn 19. desember, stendur nemendaráð skólans fyrir jólapeysudegi.
Nemendur og starfsfólk er þá hvatt til að koma í jólalegum fatnaði, jólapeysu eða jólasokkum, eða jólahúfu eða bara öllu þessu.
Í tilefni dagsins verður hátíðlegur hádegisverður, hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og grænum baunum.
Sjáumst jólaleg á morgun.
. . . → Lesa..
Skrifað 13. 12 2024 Krakkarnir í skólanum leggja mikinn metnað og vinnu í að skreyta hurðarnar að kennslustofnunum sínum, enda . . . → Lesa..
Skrifað 12. 12 2024 Halldórsmótið, hið árlega sundmót á miðstigs, var haldið í morgun en þar keppa lið nemenda úr . . . → Lesa..
Skrifað 11. 12 2024 Lífið er gott í Glerárskóla enda hafa allir nóg fyrir stafni. Í dag voru margir að skreyta stofnurnar sínar og hurðar, því fyrsti jólasveinninn kemur til byggða á morgun. Aðrir voru niðursokknir í margvíslega verkefnavinnu, eins og gengur. Hér má sjá stutt myndband frá deginum.
Skrifað 10. 12 2024 Jólasveinahúfa á morgun, miÁ morgun, miðvikudaginn 11. desember, mætum við öll með jólasveinahúfu í skólann og bjóðum þar með fyrsta . . . → Lesa..
Skrifað 06. 12 2024 Glerárskóli verður jólalegri með hverjum deginum sem líður og samhliða námi og prófum sinna . . . → Lesa..
|
|