Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Facebook síða Glerárskóla

Það er gott að eiga góða að

Foreldrafélag Glerárskóla á þakkir skildar fyrir góðan stuðning við skólann og nemendur. Nú í vikunni kom félagið færandi hendi og gaf tvö samlokugrill sem komin eru upp í Rósenborg. Unglingarnir þar kunna sannarlega vel að meta gjöfina enda fátt betra en heit og góð samloka.

Félagði kom einnig með sex vandaða fótbolta að aðra sex vandaða körfubolta fyrir leiksvæðin við Glerárskóla, sparkvöllinn og Garðinn hans Gústa. Boltarnir er þegar komnir í notkun og þykja með þeim allra bestu sem krakkarnir hafa prófað.

Já, það er gott að eiga góða að!

Læra um umhverfis- og loftslagsmál á Grikklandi

Fjórir nemendur Glerárskóla eru staddir í hafnarborginni Volos í Grikklandi ásamt tveimur kennurum. Þetta eru þær Kristjana Vera, Bergrós Ásta og Gunnella Rós nemendur úr 10. bekk og Eva sem er nemandi í 9. bekk.

Í Grikklandi hitta stúlkurnar krakka frá Danmörku, Ítalíu, Rúmeníu, Austurríki og Grikklandi. Þar vinna nemendurnir saman af margvíslegum verkefnum sem tengjast því sem skiptir okkur öll máli, nefnilega umhverfis- og loftlagsmálum. Vinna þeirra er hluti af stærra verkefnið sem ber heitið „Be a shield around the world“ og er eitt af fjölmörgum verkefnum innan Erasmus+ sem Glerárskóli hefur komið að.

Við erum þess fullviss að stúlkurnar fjórar munu koma heim reynslunni ríkari, því þátttaka í fjölþjóðlegri verkefnavinnu eykur skilning okkar á skoðunum og viðhorfi annarra og er sannarlega góður skóli.

Aðalfundur Foreldrafélags Glerárskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Glerárskóla 2022 verður haldinn þriðjudaginn 27. september 2022 í matsal skólans. Fundurinn hefst klukkan 20:00

Dagskrá: 1. Nanna . . . → Lesa..

Vel gekk að rýma Glerárskóla í morgun

Rýming Glerárskóla var æfð í morgun en klukkan 8.20 glumdi brunabjalla og við tók æfing sem gekk fumlaust fyrir sig, . . . → Lesa..

Dagar íslenskrar náttúru

Það má með sanni segja að allir dagar í Glerárskóla séu dagar íslenskrar náttúru. Við notum . . . → Lesa..

Gaman í golfi

Íþróttatímarnir á unglingastigi eru alltaf skemmtilegir en nú í vikunni fengu allir að fara upp á golfvöll . . . → Lesa..

Kynningarfundir í Glerárskóla

Umsjónarkennarar í Glerárskóla eru um þessar mundir að kalla foreldra og forráðamenn nemenda sinna á kynningarfundi. Á þeim er farið yfir helstu þætti skólastarfsins, skipulag kennslunnar og alla helstu þætti skólastarfsins.

Ávallt er góð mæting á þessa fundi sem styrkja gott samband skólans og fjölskyldur nemenda.

Dásamlegur fiskréttur

Í Glerárskóla er mikil áhersla lögð á að bjóða upp á heilnæman, næringarríkan og hollan mat. Í . . . → Lesa..

Í fyrsta skipti í skólasundi

Það er spennandi að byrja í skóla og fyrstu dagarnir eru heilmikil upplifun enda margt gert . . . → Lesa..

Náttúrufræðingar framtíðarinnar

Krakkarnir í sjöunda bekk voru sérlega áhugasöm í morgun þegar þau skoðuðu afrakstur „veiðitúrsins“ í Hundatjörn . . . → Lesa..