Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Skóladagatal

Skýringar við skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Gleðilegt sumar

Ágætu nemendur og forráðamenn, njótið sumarsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Gleymum ekki að lesa í sumar, leika okkur og vera skapandi.

Starfsfólk Glerárskóla hlakkar til að hitta nemendur skólans í haust þegar kennsla hefst að nýju, þann 23. ágúst.

Skólaslit Glerárskóla

Glerárskóla var slitið í 112 skiptið við hátíðlegar athafnir í gær, þriðjudag. Já, athafnirnar voru fjórar. Ein fyrir yngsta stig, önnur fyrir miðstig og sú þriðja fyrir efsta stig að tíunda bekk undanskildum, en brautskráning þeirra nemenda fór fram í Glerárkirkju síðdegis.
Í ávörpum sínum fór Eyrún Skúladóttir skólastjóri yfir liðið skólaár sem er eitt það óvenjulegasta í sögu skólans þar sem heimsfaraldurinn hafði veruleg áhrif með fjöldatakmörkunum, fjarkennslu, og algerri lokun á tímabil, svo ekki sé minnst á reglulegar breytingar á sóttvarnarlögum. Eyrún þakkaði kennurum og starfsfólki skólans fyrir lausnamiðaða hugsun og nemendum og aðstandendum fyrir jákvæðni og skilning á breyttum aðstæðum.


… Lesa frétt

Njótum sólarinnar en pössum okkur á henni

Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og ekki síst börn sem eru sérlega viðkvæm fyrir sólargeislum Skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.

Á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum . . . → Lesa..

Óskilamunir 2020-2021

Eins og fram hefur komið í tilkynningum til forráðamanna verður óskilamunum nemenda raðað upp á tengigang skólans í dag, mánudaginn 7. júní og forráðamönnum boðið að kíkja við milli klukkan 13:00 – 15:00 til að skoða munina og taka það sem tilheyrir þeirra börnum. Því sem ekki gengur út verður komið til Rauða krossins.

Uppbrotsdagur í góða veðrinu

Veðrið hefði ekki getað verið betra fyrir líflegan og fjölbreyttan útivistardag nemenda Glerárskóla sem haldinn var í dag, föstudaginn 4. júní. Aldurstigin voru hvert um sig með skipulagða dagskrá frá morgni til hádegis þar sem nemendur kepptu sín á milli í margvíslegum íþróttum, hefðbundnum jafnt óvenjulegum. Allt gekk eins vel og best var á kosið . . . → Lesa..

Flóttaherbergi í Glerárskóla

Öllum nemendum Glerárskóla hefur boðist að heimsækja flóttaherbergi í vikunni og leysa þar margvíslegar þrautir til þess að komast út aftur. Tíminn sem hóparnir hafa er 40 mínútur, eða sem svarar einni kennslustund.

Krakkarnir . . . → Lesa..

Skólaslit Glerárskóla vorið 2021

Skólaslit Glerárskóla vorið 2021 verða þriðjudaginn 8. júní 2021. Skólaslitin taka u.þ.b. klukkustund hjá öllum nemendum. Nemendur í 1. – 9. bekk mæta í umsjónarstofur þar sem farið verður í röðum inn í sal. Eftir slit á sal fara nemendur aftur í röðum inn í umsjónarstofur þar sem umsjónarkennarar (og starfsfólk) kveðja nemendur. Ekki er . . . → Lesa..

Miðstigsmótið í frjálsum

Það var hörkukeppni milli nemenda á miðstigi á föstudaginn þegar árlegt frjálsíþróttamót stigsins fór fram. Krakkarnir kepptu innbyrðis í hlaupum, stökkum og kastgreinum.

Úrslit verða kynnt síðar en árangurinn var eftirtektarverður og þótt ljóst . . . → Lesa..

Þvílík tilþrif!

Hann var heldur betur tilþrifamikill leikurinn sem fram fór í morgun, þegar nemendur í tíunda bekk . . . → Lesa..

Útikennsla er skemmtileg!

Sumarið er komið og nemendur Glerárskóla njóta útikennslu í góða veðrinu. Það sama á við um krakkana í Frístund. Þeir notuðu tækifærið á þriðjudaginn þegar það var starfsdagur í skólanum . . . → Lesa..