Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Skóladagatal

Skýringar við skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Árangursrík iðjuþálfun

Þeir Arnar Máni og Máni hafa undanfarnar vikur saumað tuskur fyrir Öldrunarheimili Akureyrar úr lélegum handklæðum. Það var hluti af iðjuþjálfun þeirra í Glerárskóla þar sem meðal annars er unnið með valdeflingu, áhuga og styrkleika barnanna.

Í dag fóru þeir og afhentu afraksturinn. Vel gert strákar!

Akureyrarmeistarar í skólahreysti

Nemendur Glerárskóla stóðu sig með afbrigðum vel í Skólahreysti sem haldin var í gær í beinni útsendingu á RÚV.

Lið Glerárskóla hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli og skákaði hinum grunnskólunum á Akureyri. Það má því með sanni segja að lið Glerárskóla sé Akureyrarmeistari í Skólahreysti!

Lið skólans skipuðu  Kolfinna Líndal Arnarsdóttir, Mateuz Gabríel Ásgrímsson, Arnar Björn Birgisson og Emilía Björk Óladóttir. Varamenn voru Eydís Ósk Svavarsdóttir og Óskar Kolandavelu. Mateuz gerði sér lítið fyrir og náði besta árangri allra í riðlinum í dýfum og var tekinn í sjónvarpsviðtal að afrekinu loknu.

Dalvíkurskóli hafnaði í efsta sæti riðilsins, Varmahlíðarskóli var í öðru sæti og Glerárskóli í því þriðja. Þar á eftir komu hinir grunnskólarnir á Akureyri, Valsársskóli og Þelamerkurskóli.

Við óskum Akureyrarmeisturunum til hamingju!

Bréf frá menntamálaráðherra varðandi bólusetningar gegn Covid-19

Glerárskóla hefur borist bréf frá menntamálaráðherra varðandi bólusetningar gegn Covid-19. Þar segir:

Bólusetning gegn Covid-19 gengur vel og stefnt er að því að ljúka fyrri bólusetningu áhættuhópa á næstu dögum. Í framhaldinu hefst bólusetning starfsfólks í leik-, grunn- og framhaldsskólum, vonandi strax í næstu viku.

Mikilvægt er að starfsfólk skólanna mæti til bólusetningar á boðuðum . . . → Lesa..

Eldgos í Frístund

Eldgosið í Geldingadölum hefur sannarlega vakið athygli landsmanna og þar eru krakkarnir í Frístund Glerárskóla engin undantekning. Þeir tóku sig til og teiknuðu ósköpin. Myndirnar má sjá hér að neðan.

. . . → Lesa..

Vegna sóttvarna í Glerárskóla

Kæru forráðamenn

Nú á þessum tímum Covid-19 þurfum við öll að vera almannavarnir. Við í skólanum reynum okkar besta til að allt geti gengið snuðrulaust fyrir sig en til þess að svo geti orðið þurfum við einnig ykkar aðstoð. Við biðjum því um að eftirfarandi verklag verði nýtt:

1. Ef nemandi sýnir einkenni sem gætu . . . → Lesa..

Notum hjól og hlaupahjól en förum eftir reglum

Sífellt fleiri nemendur koma á hjóli í skólann þessa dagana, eins og viðbúið er á þessum . . . → Lesa..

Glerárskóli er lestrarskóli

Mikil áhersla er lögð á lestur í Glerárskóla og nemendur kunna að meta afþreyinguna sem fellst í því að lesa góða bók og afslöppunina sem fylgir lestrinum.

Svo virðist sem margir hafi . . . → Lesa..

Árshátíð 10. bekkjar

Það var mjög gaman hjá nemendum tíunda bekkjar á miðvikudagskvöldið þegar þeir héldu árshátíð sína, sem ekki var unnt að halda fyrir páska.

Krakkarnir sáu sjálfir um allan undirbúning. Stofan var færð í hátíðarbúning . . . → Lesa..

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Glerárskóla óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum vinum skólans gleðilegs sumars.

17,3 kg af rusli

Nemendur í 9. bekk settu upp vinnuvettlingana í morgun og gengu um skólalóðina og næsta nágrenni og tíndu upp allt það rusl sem þau komu auga á, alls 17,3 kíló! Eftir vigtun var ruslið . . . → Lesa..