Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Facebook síða Glerárskóla

Annir og skemmtilegheit

Það eru annasamir en um leið afar skemmtilegir dagar fram undan hjá okkur í Glerárskóla. Aðventan er gengin í garð og við munum njóta hennar en passa um leið að lofthitinn rugli okkur ekki í ríminu.

Nemendur eru iðnir við námið eins og krakkarnir á unglingastigi sem grúfa sig yfir stærðfræðibækurnar sínar í Rósenborg og búa sig undir jólaprófið sem verður mánudaginn komandi. Krakkarnir gefa sér tíma, samhliða náminu til þess að æfa atriðin sín fyrir Glerárvision sem verður föstudaginn 2. desember og þá verður aldeilis fjör. Boðið verður upp á pizzur og í tilefni dagsins klæða sig allir í betri fötin á betrifatadegi skólans.

Útikennslan gengur afar vel í þessari góðu tíð. Fjórði og fimmti bekkur skoðuðu Kvenfélagsreitinn í gærmorgun. Eldar voru kveiktir og allir nutu lífsins og sötruðu heitt súkkulaði meðan eldtungurnar dönsuðu seiðandi dans og vörpuðu mjúkum lit á undrandi andlit krakkanna sem kunna ósköp vel að meta þennan ævintýraheim.

Réttu handtökin skipta máli

Það er aldrei að vita hvenær við lendum í þeim aðstæðum að þurfa að bregðast við, stíga inn í erfiðar aðstæður og taka málin í okkar heldur þegar einhver er í mikilli neyð.

Þá er nú gott að kunna réttu handtökin, ekki bara gott heldur lífsnauðsynlegt. Brynhildur Smáradóttir hjúkrunarfræðingur heimsótti krakkana í sjötta bekk í morgun og kenndi þeim meðal annars réttu handtökin við hjartahnoð. Þeir fylgdust með af athygli og fengu síðan  að prófa að hnoða lífi í dúkkuna. Þessi kennsla er gott veganesti.

Jólastemning á laugardegi

Það var virkilega góð jólastemning í Glerárskóla um helgina. Foreldrafélag skólans skipulagði föndurstund fyrir nemendur og . . . → Lesa..

Nú er það svart!

Það er ansi dimmt á morgnanna þegar litlu fæturnir trítla í skólann. Snjóleysið og vætan gera . . . → Lesa..

Jólaföndur á laugardaginn

Hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins og bekkjaráða skólans verður laugardaginn 26. nóvember nk. frá kl. 11:00-13:00.

Boðið verður uppá fjölbreytt föndur . . . → Lesa..

Ævintýr á aðventu

Það er ekki amalegt að geta farið í leikhús í skólanum. Krakkarnir á yngsta . . . → Lesa..

Leikir og lautarferð

Þegar lofthitinn er eins og á þokkalegum sumardegi er freistandi að fara í lautarferð í nestistímanum . . . → Lesa..

Fingrafimi er skemmtileg

Mörgum sem lærðu vélritun á sínum tíma þótti ekki sérstaklega gaman í kennslustundunum enda oft hamrað á gamlar . . . → Lesa..

Vel heppnuðum þemadögum lokið

Harry Potter þemadögum er lokið. Nemendur skemmtu sér konunglega við að leysa margvísleg verkefni og taka um leið þátt í stigasöfnun fyrir heimavistina sína.

Þemadagarnir eru mjög mikilvægir í skólastarfinu og heilmikill skóli fyrir nemendurna sem vinna saman þvert á bekki og aldur. Krakkar í fyrsta bekk eru á „heimavist“ með nemendum í 10 bekk . . . → Lesa..

Hryllilegir dagar

Það má með sanni segja að það hafi verið hryllilegir dagar í Glerárskóla í . . . → Lesa..