Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Facebook síða Glerárskóla

Skólaslit 2023

Nemendur á yngsta- og miðstigi Glerárskóla mættu til skólaslita í gærmorgun, á sitt hvora athöfnina sem Helga Halldórsdóttir, staðgengill skólastjóra stjórnaði. Við nýttum góða veðrið og áhorfendapallana á körfuboltavellinum. Við áttum góða stund á vellinum þar sem öllum leið vel og tóku hraustlega undir þegar skólasöngurinn var sunginn.

Unglingarnir mættu, eins og hefðin segir til um, á sína skólasetningu í Glerárkirkju þar sem Eyrún skólastjóri stjórnaði athöfninni og brautskráði nemendur, en þetta var í 114. skiptið sem skóla í Glerárþorpi var slitið. Athöfnin var hátíðleg en með léttu og skemmtilegu yfirbragði.

Bergrún Bjarnadóttir, sem brautskráðist frá Glerárskóla fyrir fimm árum, flutti ávarp og hvatti útskriftarárganginn til góðra verka. Birkir Orri Jónsson flutti snjallt ávarp fyrir hönd nemendanna í tíunda bekk þar sem hann fór yfir árin tíu og það sem skólinn hefur gefið krökkunum.

Skólaslit eru ljúfsár. Við kvöddum nemendur sem luku 10. bekk, en margir þeirra hafa verið með okkur í heilan áratug. Vitaskuld söknum við þeirra og óskum þeim velgengni í lífinu og vonum að krakkarnir minnist skólans síns með gleði og hlýju.

Fleiri myndir frá athöfnunum má sjá á facebook-síðu skólans.

Einstaklega vel heppnuð vorhátíð

Veðrið lék sannarlega við okkur í dag þegar Foreldrafélag Glerárskóla blés til vorhátíðar. Krakkarnir kunnu sannarlega að meta allt það sem boðið var upp á og nutu hverrar stundar, eins og sjá má hér.

Vorhátíð Glerárskóla 2023

Foreldrafélag Glerárskóla boðar til vorhátíðar mánudaginn 5. júní frá klukkan 11:30-13:00 í og við skólann. Dagskráin er fjölbreytt og metnaðarfull. Á boðstólum verða:

Hoppukastali Andlitsmálun Grillaðar pylsur og ávaxtastangir Rúnar Eff kemur með gítarinn og tekur nokkur lög Leikir á sparkvelli og körfuboltavelli Sýning á verkum nemenda á göngum skólans Hestar verða á . . . → Lesa..

„Gaman kalt“

Krakkarnir í sjöunda bekk nutu þessa að leika sér upp á Hömrum í morgun. Þau gerður sér lítið . . . → Lesa..

Allir á iði

Það var heldur betur stuð upp við Rósenborg í dag þegar tveir nemendur á unglingastigi tóku sig til . . . → Lesa..

Útivist, borgarar og karfa!

Oftast þykir maturinn mjög góður hér í Glerárskóla en í dag sló hann öll met. Boðið . . . → Lesa..

Skólafrí á mánudaginn

Hvítasunnan er á sunnudaginn og þessi hátíðisdagur á sér bróður. Mánudagurinn 29. maí er annar í hvítasunnu og þá er skólafrí samkvæmt hefðinni. Njótum löngu helgarinnar og sjáumst á þriðjudaginn.

Lestrarátak vekur athygli

Góð þátttaka í nýafstöðnu lestrarátak nemenda á yngsta- og miðstigi Glerárskóla hefur vakið verðskuldaða athygli. Netmiðillinn akureyri.net og heimasíða . . . → Lesa..

Barnaráðstefna 2023

Þann 12. maí síðastliðinn efndi barna- og menntamálaráðuneytið til þátttökuráðstefnu barna á Akureyri. . . . → Lesa..

Samvinna foreldra fyrir velferð barna

Þann 15. maí var haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um var að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Fyrir þá sem ekki komust á fundinn, er hægt að horfa á erindin hér:

. . . → Lesa..