Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Bekkjaráð

Í hverjum árgangi skal vera bekkjarráð skipað a.m.k. fjórum foreldrum. Fulltrúar bekkjaráða eru valdir á námskynningarfundi að hausti.

Upplýsingum um breytingar á bekkjaráðum skal skila til ritara skólans.
Upplýsingar um öll bekkjarráð má finna á heimasíðu skólans undir flipanum ,,FORELDRAR”.

Í stjórn foreldrafélagsins er einn aðili sem er tengiliður á milli bekkjaráðanna og stjórnarinnar. Stjórnin skal koma bekkjaráði í 1. bekk af stað og vera til aðstoðar.

Hlutverk bekkjaráðanna er að stuðla að aukinni samveru foreldra og barna t.d. með skemmtunum, ferðalögum eða samverustundum af öðru tagi eftir því sem þeim dettur í hug.

Aðstaða til ljósritunar á auglýsingum er í skólanum og eru kennarar fúsir til þess að dreifa þeim.

Drög að dagskrá bekkjaráða skal senda í upphafi skólaárs. Upplýsingar um viðburði skal ávallt senda til ritara skólans. Auglýsingarnar geta orðið vísir að hugmyndabanka.

Virk bekkjaráð geta fengið styrk frá foreldrafélaginu, ákveðna upphæð á hvert barn. Upphæðin er ákveðin af stjórn foreldrafélagsins í upphafi hvers skólaárs. Sé kostnaður við viðburði bekkjaráðs, skal senda kvittun fyrir útlögðum kostnaði til ritara skólans eða gjaldkera félagsins.

Bekkjarráð skólaárið 2023-2024

Bekkjarráð skólaárið 2022-2023

Bekkjarráð skólaárið 2021-2022

Bekkjarráð skólaárið 2020-2021

Bekkjarráð skólaárið 2019-2020

Bekkjarráð skólaárið 2018-2019

Bekkjarráð skólaárið 2017-2018

Bekkjarráð Glerárskóla 2016-2017

Bekkjarráð Glerárskóla 2015-2016

Bekkjarráð Glerárskóla 2014-2015