Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Tilhögun kennslu

Stundaskrá Glerárskóla skólaárið 2020-2021 er með eftirfarandi hætti: (Sóttvarnareglur hafa kallað á tímabundnar breytingar á tilhögun kennslu vegna Covid-19)

1.-4. bekkur:

Kennsla hefst kl. 8:15 og stendur fyrsta lota til kl. 9:35. Innan þessara tveggja kennslustunda er snætt nesti. Frímínútur eru frá kl. 9:35 – 9:55. Kennsla er síðan frá kl. 9:35 – 11:15 en þá hefjast matartímar og frímínútur sem standa til kl. 11:55. 1. og 2. bekkur fer í mat kl.11:10 og 3. og 4. bekkur kl.11:15. Síðasta lota dagsins eru tvær kennslustundir sem er frá kl. 11:55 – 13:15 en þá lýkur skóladegi hjá 1. – 4. bekk. Eftir það tekur frístund við hjá þeim sem þar eru skráðir.

5.-7. bekkur:

Kennsla hefst kl. 8:15 og stendur í tvær kennslustundir en innan þeirra snæða nemendur nesti. Frímínútur eru frá kl. 9:35-9:55. Eftir frímínútur er kennt í tvær kennslustundir en þá eru 5 mínútna frímínútur. Eftir þær er kennt í eina kennslustund og þá fara nemendur í mat og frímínútur. 5. bekkur kl. 11:45, 6. bekkur 11:50 og 7. bekkur 11:55. Matartíma lýkur kl. 12:30. Eftir mat eru kennslustundir mismunandi margar eftir dögum.

8. – 10. bekkur:

Kennsla hefst kl. 8:15 og kennt er í tvær kennslustundir. Frímínútur eru frá 9:35-9:55. Eftir frímínútur er kennt í tvær kennslustundir og þá eru teknar 10 mínútna frímínútur. Eftir þær er kennt í eina kennslustund og kl. 12:05 er matarhlé ásamt frímínútum sem stendur til kl. 12:35. Kennt er í eina til tvær kennslustundir eftir mat eða til kl. 13:55 og síðan fara nemendur í valgreinar sem eru mismunandi hjá einstaklingum.

Starfsáætlun Glerárskóla