Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Félagsmiðstöð

 

Skólaárið 2023-2024

Í Glerárskóla er ein af sex félagsmiðstöðvum Akureyrar. Félagsmiðstöðin í Glerárskóla heitir Himnaríki og er í kjallara skólans, gengið inn um dyrnar niðri hjá matsalnum. Í Himnaríki eru allir velkomnir og viljum við að félagsmiðstöðin sé fyrir alla.

Himnaríki er opið tvö kvöld í viku fyrir 8 – 10 bekk, þriðjudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 – 22:00. Starfsmenn Himnaríkis eru Steinunn Alda Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi (póstfangsteinunn.alda.gunnarsdottir@akureyri.is). Andri Már Mikaelsson og Hulda Ósk Jónsdóttir sjá um félagsmiðstöðvastarfið fyrir miðstig. Á hverri opnun eru alltaf tveir starfsmenn, hvort heldur sem er á miðstigi eða unglingastigi. 

Starf félagsmiðstöðvarinnar skiptist í opið starf, skipulagt starf, klúbbastarf og sumarvinnu. Auk þess eru fjölmargir sameiginlegir stærri viðburðir eins og til dæmis söngkeppni, hönnunarkeppni Félak, stuttmyndahátíðin Stulli, spurningakeppni og ferðalög á viðburði Samfés – samtök félagsmiðstöðva á Íslandi. Bæði hönnunarkeppnin og söngkeppnin eru undankeppnir fyrir stærri viðburði sem haldnir eru á vegum Samfés og aðalkeppnir haldnar í Reykjavík. 

Mikið samstarf er á milli félagsmiðstöðva á Akureyri og starfa þær sem ein heild. Það gefur tækifæri á meiri opnun í gegnum klúbbastarf en einnig eru börn og unglingar hvattir til að heimsækja aðrar félagsmiðstöðvar í bænum. 

Félagsmiðstöðvarnar eru einnig með valgreinar í skólunum sem heitir félagsmiðstöðvarval. Markmiðið með félagsmiðstöðvarvali er að nemendur geti skipulagt starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og félagslíf skólans. Einnig er farið í ýmsa lífsleikni, viðburðastjórnun og eflingu sjálfsmyndar og ávallt markmið að fá unglingana til að geta staðið með eigin skoðunum.  

Hér má nálgast frekari upplýsingar um starfsemi unglingastigs Himnaríkis.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um starf miðstigs félagsmiðstöðvanna.