Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

september 2018
M Þ V F F S S
« Agú    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Félagsmiðstöð

Hnappur himnaríki

Skólaárið 2016-2017

Í Glerárskóla er ein af fimm félagsmiðstöðvum Akureyrar og er hún staðsett í kjallara skólans og kallast hún Himnaríki. Í Himnaríki eru allir velkomnir og viljum við að félagsmiðstöðin sé fyrir alla.
Himnaríki er opið tvö kvöld í viku fyrir 8. – 10. bekk, þriðjudaga er opið hús og fimmtudaga er klúbbakvöld kl. 19:30 – 21:30. Þriðjudags – miðvikudags og fimmtudagseftirmiðdegi er boðið upp á mismunandi klúbbastafssemi ásamt því að miðstigsopnanir eru einu sinni í mánuði.

Starfsmenn Himnaríkis eru Dagný Björg Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi (s: 460-1231/869-3666, póstfang dagnybjorg@akureyri.is) og Ingólfur Stefánsson, frístundaleiðbeinandi. Svo er ný viðbót við starfið að hún Ólafía Kristín Guðmundsdóttir (Lóa) (olafiag@akureyri.is) en hún ætlar að beina sjónum sínum á miðstigið. Á hverri opnun eru alltaf tveir starfsmenn.

Starf félagsmiðstöðvarinnar skiptist í opið starf, skipulagt starf, klúbbastarf og sumarvinnu. Auk þess eru fjölmargir sameiginlegir viðburðir eins og til dæmis söngkeppni, hönnunarkeppnin Furðuverk, stuttmyndahátíðin Stulli, spurningakeppni og ferðalög á viðburði Samfés – samtök félagsmiðstöðva á Íslandi.

Mikið samstarf er á milli félagsmiðstöðva á Akureyri og starfa þær sem ein heild. Það gefur tækifæri á meiri opnun í gegnum klúbbastarf.

Í vetur verða ýmsir klúbbar.

  • Í september eru sér opnanir á fimmtudagskvöldum fyrir 8. bekk en það er okkar tækifæri til að bjóða þau velkomin og kynna þau fyrir starfsseminni.
  • Á fimmtudagskvöldum eru klúbbakvöld og þá eru stelpu- og strákaklúbbar fyrir 9. og 10. bekk klukkan 19:30-21:30 og er stelpuklúbburinn í umsjón Dagnýar og Ingólfur er með strákaklúbbinn. Unglingarnir ákveða sjálfir hvað er á dagskrá og umsjónarmenn aðstoða við að láta óskirnar verða að veruleika. Þetta er opinn klúbbur fyrir unglinga í Himnaríki.
  • Tóti: Klúbburinn er lokaður, það þýðir að námsráðgjafar í samráði við kennara velja inn þá nemendur sem hafa tilhneigingu til þess að verja miklum tíma við tölvu og hefðu gott af annarri virkni. Foreldrum er bent á að koma beiðnum til námsráðgjafa óski þeir eftir þátttöku unglings. Ingólfur er með umsjón þessa klúbbs.
  • MiðHús er opið hús fyrir 5. 6. og 7. bekk og verður það í vetur á þriðjudögum milli klukkan 15 og 16 (frá miðjum október).
  • 5. & 6. bekkjarklúbbur: Klúbburinn er lokaður, það þýðir að námsráðgjafar í samráði við kennara velja inn þá nemendur sem þurfa á auka virkni að halda. Foreldrum er bent á að koma beiðnum til námsráðgjafa um þátttöku. Lóa er með umsjón þessa klúbbs.
  • 7. bekkjarklúbbur: Klúbburinn er lokaður, það þýðir að námsráðgjafar í samráði við kennara velja inn þá nemendur sem þurfa á auka virkni að halda. Foreldrum er bent á að koma beiðnum til námsráðgjafa um þátttöku. Lóa er með umsjón þessa klúbbs.

Félagsmiðstöðvarnar eru einnig með valgrein í skólunum sem heitir félagsmálafræði. Markmiðið með valgreininni er að nemendur geti skipulagt starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og félagslíf skólans. Í valgreininni er farið í ýmsa lífsleikni, viðburðastjórnun og eflingu sjálfsmyndar og ávallt markmið að fá unglingana til að geta staðið með eigin skoðunum.

Það er mál margra að gott félagslíf geti eflt mjög allt starf í skóla og aukið félagsþroska nemenda umfram það sem venjulegt skólahald eitt getur gert.
Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að nemendur öðlist sterkari og jákvæðari sjálfsmynd. Rauði þráðurinn í starfi félagsmiðstöðvanna á Akureyri er forvarnarstarf í bæði þrengsta og víðasta skilningi þess orðs.

Starfsemin er ekki á vegum skólans en starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar á gott og mikið samstarf við kennara og stjórnendur skólans um ýmsa þætti sem snerta félagslega þátttöku nemenda.

Á heimasíðu Rósenborgar er einnig að finna upplýsingar um félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar