Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Námsráðgjafi

Náms- og starfsráðgjöf

Rakel Björk Káradóttir er námsráðgjafi í Glerárskóla. Nemendur og foreldrar eru hvattir til að nýta sér þjónustu ráðgjafans. Hægt er að bóka viðtalstíma með því að hringja í ráðgjafann eða hafa samband við ritara skólans. Einnig er hægt að senda tölvupóst vegna óska um viðtöl eða annarra erinda. Netfang: rakelbj(hjá)akmennt.is

Helstu verkefni ráðgjafans eru:
· Veitir ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur.
· Stendur vörð um velferð nemenda og er trúnaðarmaður og málsvari þeirra.
· Stuðlar að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu þannig að þeir meti raunsætt möguleika varðandi nám og starf.
· Aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum og hvetur til sjálfsábyrgðar og stefnufestu.
· Safnar og miðlar upplýsingum um nám og störf.
· Undirbýr nemendur undir flutning milli skóla og /eða skólastiga og fylgir þeim eftir inn í framhaldsskóla.
· Veitir nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi.
· Hjálpar nemendum við að leita sér aðstoðar innan og utan skólans.

Ráðgjöf fyrir alla nemendur:

Lögð er áhersla á að ráðgjöfin standi öllum til boða og ekki þurfi að vera fyrir hendi vandamál eða vanlíðan hjá nemendum til að þeir geti komið í viðtal. Ef nemendur langar til að ræða við einhvern um daginn og veginn eða vonir sínar og væntingar í lífinu þá er um að gera að panta tíma. Ráðgjafinn getur líka boðað nemendur til viðtals og ekki þarf að vera nein sérstök ástæða fyrir boðuninni.

Trúnaður:

Ráðgjafinn er bundinn algjörri þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa. Staðsetning skrifstofu: Ráðgjafinn er með skrifstofu í kjallara skólahússins.