Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Saga skólans

Upphaf skólastarfs í Glerárþorpi.

fyrsta-skolahusidÁrið 1908 var reist fyrsta skólahúsið í Glerárþorpi, Ós við Óseyri.

Á þeim tíma náði Akureyrarkaupstaður ekki norður fyrir Glerá, norðan við ána var dreifbýli aðskilið frá kaupstaðnum.

Sett voru fræðslulög árið 1907, sem kváðu á um fræðsluskyldu 10-14 ára barna og var í framhaldinu talið nauðsynlegt að reisa hús í þeim tilgangi, þar sem ekki þótti vera neitt hentugt húsnæði til starfseminnar á svæðinu. Í frásögnum segir að nokkrir framtakssamir menn hafi reist skólahúsið árið 1908, steinsteypt eða hlaðið úr múrsteinum, með bogadregnum gluggum, snoturt hús. Í húsinu var ein kennslustofa og nemendafjöldinn í kringum 18 nemendur. Fyrsti kennari skólans mun hafa verið Halldór Friðjónsson en fyrsti skólastjórinn Pétur Finnbogason, sem gegndi því embætti til ársins 1938. Þetta hús stendur enn í Sandgerðisbót, en hefur nú öðru hlutverki að gegna.

Skólahald mun hafa verið í húsinu til 1937, þegar starfsemin fluttist í Árholt, húsnæði sem byggt var á Melgerðisási, austan núverandi skólahúsnæðis.

arholt-11Í Árholti var skólahald frá árinu 1937 til 1972, þrjár skólastofur og nemendafjöldi yfirleitt í kringum 100 nemendur. Skólastjóri frá 1938 til 1946 var Haraldur Vilhjálmsson, en þá tók Hjörtur L. Jóhannsson við og starfaði sem skólastjóri við skólann til ársins 1967 er Vilberg Alexandersson tók við því starfi. Vilberg starfaði við skólann til 31. júlí 2002.

 

 

glerarskoliÁrið 1972 var flutt inn í fyrsta áfanga núverandi húsnæðis Glerárskóla. Skólinn var fullbyggður árið 1996 þegar stjórnunarálman var tekin í notkun. Með þeim áfanga varð einsetning Glerárskóla að veruleika.
Hér má sjá loftmynd af skólanum sem fengin var hjá Sigríði Jóhannesdóttur fyrrum kennara við skólann.
Árið 2002, þegar Vilberg Alexandersson lét af störfum við skólann tók Úlfar Björnsson við og gegndi starfi skólastjóra frá 2002 til 2011.

Skólastóri Glerárskóla, frá hausti 2011, er Eyrún Halla Skúladóttir.

 

Heimildir:

Steindór Steindórsson. (1993). Akureyri. Höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur..

Ragnheiður Vilma Ingvarsdóttir. (2007). Saga skólans. Í Frón. Skólablað nemenda í valgreinum. Ritstj. Bryndís, Díana, Laufey, Harpa S., Halldís, Ragnheiður, Tinna, Elfur, Kristin, Vala og Mónika. Hægt að nálgast hér.

Vilberg Alexandersson. (2002). Þakklátur fyrir ánægjulegt ævistarf. Viðtal. Morgunblaðið. Akureyri og nágrenni. Laugardaginn 8. júní 2002.

Skólanámskrá Glerárskóla, almennur hluti 2010. Ritstjórar: Elín Magnúsdóttir og Helga Halldórsdóttir.

Ýmsar upplýsingar er einnig hægt að nálgast á Netinu