Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Innra mat

_SkolasynMarkmið mats og eftirlits með skólastarfi og þar með markmið innra mats, er að tryggja að starfsemi grunnskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla. Innra mati er ætlað, skv. aðalnámskrá grunnskóla 2011, að auka gæði skólastarfs og stuðla að umbótum, tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á skv. lögunum. Innra matinu er einnig ætlað að veita aðilum skólasamfélagsins og fræðsluyfirvöldum upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og umbætur.

Með innra mati í Glerárskóla er unnið að því að endurskoða og meta skólastarfið jafnt og þétt og gera umbætur í framhaldi af því. Matið þarf að gefa upplýsingar um hverju þurfi að breyta eða bæta til að skólinn nái þeim markmiðum sem hann hefur sett sér í stefnu skólans. Með innra matinu er leitast við að auðvelda forgangsröðun þeirra verkefna og umbóta sem fyrir liggja og efla þá styrkleika sem fram koma í mati á skólastarfinu.

Skýrsla um innra mat Glerárskóla 2022 – 2023.