Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólasýn Glerárskóla

Segðu mér og ég gleymi – sýndu mér og ég man – leyfðu mér að reyna og ég skil     (Konfusius)

Hugur:

Vísar til skapandi huglægra viðfangsefna.
Nemendur byggi upp þekkingu og færni á fjölbreyttan hátt með gagnrýninni hugsun. Lögð er áhersla á sjálfstæða hugsun og röksemdarfærslu, virkni nemenda og fjölbreyttar kennsluaðferðir sem taka mið af grunnþáttum menntunar. Með reynslu og virkri þátttöku byggir nemandinn upp eigin þekkingu. Í öllu námi sé tillit tekið til áhuga nemenda og ábyrgðar á eigin námi.

Hönd:

Vísar til skapandi verklegra viðfangsefna.
Nemendur þjálfi verklega hæfni og samhæfingu hugar og handar, virki ímyndunaraflið og sjái nýja möguleika við skapandi úrvinnslu hugmynda.
Áhersla er á vinnuferlið allt, frá hugmynd til endanlegrar afurðar. Þannig sameinast hugur og hönd í þroska sérhvers nemanda.

Heilbrigði:

Vísar til þess að móta sér ábyrgan lífsstíl og lífsgildi. Þetta felur m.a. í sér að rækta andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og félagslegan styrk.
Leitast er við að efla samkennd, sjálfstraust, virðingu og ábyrgð.
Þeir sem rækta með sér heilbrigt líferni eru betur undir það búnir að takast á við daglegt líf og skapandi viðfangsefni.
Almenn vellíðan er líkleg til að skapa aukinn árangur og jákvæðan skólabrag.