Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frístund

Almennar upplýsingar:

Opnunartími frístundar á skóladögum er frá kl. 13:15 til 16:15 og á skipulagsdögum ásamt jóla og páskafríum frá 08:00 til 16:15.

Sótt er um í frístund með því að undirrita dvalarsamning fyrir nemandann. Mánaðarlega er hægt að breyta viðverutíma barnsins þ.e. að auka hann eða minnka. Skráningin er rafræn þ.e. gerð á netinu á sama hátt og skráð er í mat á Matartorg.is. (Einnig er hægt að senda Heiðu, umsjónarmanni Frístundar, tölvupóst, heidahronn@akmennt.is). Lokadagur skráningar í frístund og í mat er um 20. hvers mánaðar.

Markmið Frístundar:

  • Að börnunum líði vel í frístund og séu ánægð.
  • Að börnin komi vel fram hvert við annað.
  • Að börnin séu í öruggri gæslu.
  • Að góð samvinna sé milli heimila, skóla og frístundar.
  • Að tómstundastarfið sem börnin taka þátt í þroski félagsfærni þeirra og auki sjálfsvirðingu þeirra og sjálfstraust.

Frídagar:

Á frídögum nemenda er frístund einnig opin öðrum börnum í 1.- 4. bekk á þeim tíma sem þau hefðu átt að vera í kennslustundum. Greitt er fyrir hverja klukkustund og er þessi viðvera með þeim fyrirvara að börnin hafi verið skráð í hana, lokadagur skráningar er 20. mánuðinn á undan, eins og um almenna skráningu væri að ræða.
Á frídögum koma börnin með nesti eins og vant er en þá þarf að skrá þau sérstaklega í mat og kaffi.
Á hverju skólaári er frístund lokað sem svarar þremur dögum vegna samstarfsfunda og koma þeir dagar fram á skóladagatali Glerárskóla.
Veturinn 2019-2020 lokar frístund þessa daga: 27. feb 2020, 22. maí  2020 .


Starfsmenn frístundar

Umsjónarmaður

Heiða Hrönn Theodórsdóttir
Vinnutími: Alla daga frá kl. 10:00-16.15
nema miðvikudaga frá kl. 11-16.15

Einar Ómar Eyjólfsson

Sigurlaug Jónsdóttir

Bára Hensley Pétursdóttir

Ragnar Bollason

Elva Rún Kristjánsdóttir

Ellen Sif Skúladóttir


Skráningargjöld:

Verðskrá fyrir frístund og skólamáltíðir frá 1. janúar 2018 sem er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Hér er Dvalarsamningur fyrir Frístund, nýr haust 2015