Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Iðjuþjálfi

Iðjuþjálfi sinnir mati, þjálfun og kennslu nemenda.

Iðjuþjálfi:

  • er hluti af stoðteymi skólans með sérkennurum og námsráðgjafa.
  • situr í Nemendarverndarráði og kemur að ákvarðanatöku varðandi nemendur.
  • er teymisstjóri og hefur umsjón með samstarfi milli aðila sem að nemandanum koma s.s. foreldra, umsjónarkennara, kennsluráðgjafa Fræðslusviðs og annarra aðila sem koma að barninu. Kallar saman teymisfundi eftir þörfum a.m.k. 2x á hverju skólaári.
  • samstarf við kennara vegna einstakra nemenda vegna erfiðleika við skólatengda iðju og félagsfærni.
  • vinnur að því að meta iðju nemanda með mismunandi matsaðferðum og vísar málum áfram ef þörf krefur.
  • vinnur í nánu samstarfi með foreldrum þegar það á við. Auk þess að hafa samráð og samstarf með öðrum sérfræðingum innan og utan skólans og vísa málum nemenda til þeirra eftir því sem við á.
  • skilgreinir námsþarfir og leitar eftir sérfræðilegri greiningu utan skólans eftir þörfum.
  • býður upp á ráðgjöf og fræðslu til kennara.
  • bein þjálfun og aðlögun á umhverfi fyrir nemendur í samráði við umsjónarkennara.
  • hefur yfir að búa sértækri þekkingu á daglegri iðju, mati á henni og úrræðum er varða skerta færni.
  • skipuleggur kennslu/þjálfun í samræmi við þarfir nemanda með hliðsjón af markmiðum aðalnámsskrár og í samráði við nemenda, foreldra og umsjónarkennara og metur árangur að þjálfun lokinni.
  • útbýr kennslugögn og aflar nýrra í samræmi við þarfir einstakra nemanda.
  • annars skýrslugerð sem tilheyrir starfinu.
  • aflar sér endurmenntunar í samráði við stjórnendur, sækir námskeið til að viðhalda þekkingu og fylgjast með nýjungum.
  • tekur þátt í rannsókna og þróunarstarfi.