Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólasafn

Skólasafn – Upplýsinga-og tækniver

Skólasafnið er til húsa í stjórnunarálmu skólans. Þar er að finna úrval fræði- og skáldrita til útlána fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Einnig er þar að finna tímarit, myndefni, hljóðbækur, spil og ýmiss konar kennslugögn, sextíu spjaldtölvur og fartölvur. Nokkrar borðtölvur eru til taks fyrir nemendur í frímínútum og til verkefnavinnu.

Almennur útlánstími bóka er tvær vikur en kennslubækur eru lánaðar nemendum í annarláni og gögn til kennara í vetrarláni eða eftir samkomulagi.

Útlánstímar eru alla virka daga frá klukkan 8.15 til 14.00. Lokað er einstaka tíma þegar kennsla fer fram á safninu.

Á skólasafninu fer fram fjölbreytt vinna nemenda og kennara. Nemendur fá aðstoð við upplýsingaleit og vinnu að verkefnum í samráði við fagkennara. Sögustundir eru haldnar fyrir yngstu nemendurna og mikið er lagt upp úr lestrarörvun og lestrarhvetjandi umhverfi.

Bókmenntakynningar ætlaðar nemendum eru í desember þar sem helstu jólabækur eru kynntar. Reynt er eftir föngum að fá rithöfunda í heimsókn til þess að lesa upp úr verkum sínum.

Markmið með kennslu og störfum á skólasafni eru að:

✓ Örva áhuga nemenda á lestri fagurbókmennta og fræðirita.
✓ Þjálfa lestrarfærni nemenda.
✓ Veita leiðbeiningar um það hvernig nýta megi safnkost.
✓ Þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum.
✓ Æfa nemendur í að vinna úr heimildum, draga ályktanir og gera munnlega og skriflega grein fyrir hugmyndum sínum.
✓ Efla skilning á tækni og hvernig nýta má tækni í skólastarfi. Safnkosturinn er tengdur við Landskerfi bókasafna eða Leitir.is.

Starfsmaður skólasafns/upplýsinga- og tæknivers skólans er Þorsteinn G. Gunnarsson.