Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólaslit Glerárskóla vorið 2020

Skólaslit í Glerárskóla verða föstudaginn 5. júní. Nemendur í 1. – 9. bekk mæta í stofur, síðan er gengið í röð í íþróttasal þar sem formleg slit fara fram. Að þeim loknum fara nemendur aftur í röð í stofur þar sem umsjónarkennarar kveðja nemendur sína. Við munum heiðra ráðleggingar vegna sóttvarna svo að þessu sinni . . . → Lesa..

Glerárskóli í Krakkafréttum

Krakkafréttir eru án efa með betri þáttum í íslensku sjónvarpi. Þátturinn í dag (28. maí) verður óvenjulega góður því þá koma nemendur í Glerárskóla við sögu.

Það er kjörið að fjölskyldan sameinist fyrir framan sjónvarpið nú síðdegis, en þátturinn hefst klukkan 18.50.

Akureyri, fyrsta barnvæna sveitarfélagið – hoppukastalar og ís

Í dag tekur Akureyrarbær á móti viðurkenningu sem fyrsta Barnvæna sveitarfélag landsins. Afhendingin fram við Rósenborg, fyrir neðan Brekkuskóla. Það verður boðið upp á létt tónlistaratriði frá fulltrúa ungmennaráðs ásamt því að félagsmálaráðherra, fulltrúar UNICEF, bæjarstjóri og ungmennaráð munu ávarpa gesti.

 

Það eru allir velkomnir á athöfnina, ungir sem eldri. Hoppukastalar verða á svæðinu . . . → Lesa..

Rétt­indi barna best tryggð á Íslandi

Réttindi barna eru mannréttindi. Grunnurinn að góðu og uppbyggjandi samfélagi er fólginn í því að virða sjálfsögð réttindi barna sem meðal annars eru að finna í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar stöndum við Íslendingar framarlega, eins og lesa má í þessari ánægjulegu frétt.

Nemendur til fyrirmyndar!

Á dögunum kepptu nemendur Glerárskóla í frjálsum íþróttum á skemmtilegu móti á vegum Ungmennafélags Akureyrar. Fulltrúi UFA kom í heimsókn til okkar í morgun og afhendi nemendum fjórða til sjöunda bekkjar fyrirmyndarbikar UFA . . . → Lesa..

Íþróttamót yngsta stigs

Það viðraði vel í morgun þegar nemendur á yngsta stigi Glerárskóla fjölmenntu á glæsilegt íþróttasvæði Þórs til að keppa sín á milli í fjórum greinum frjálsra íþrótta.

Þá mátti sjá spjót, kúlur og kraftmikla krakka á lofti, auk þess sem hlaupabrautin var nýtt fyrir æsispennandi spretthlaup.

Hér má sjá valdar myndir frá morgninum.

Skólafrí

Á morgun, fimmtudaginn 21. maí, er uppstigningardagur og þá er engin kennsla í skólanum. Vonandi njóta allir dagsins og við hittumst öll hress og kát á föstudaginn þegar við ljúkum kennsluvikunni.

Líflegt mót í Boganum

Nú í vikunni tóku nemendur á miðstigi þátt í grunnskólamóti UFA sem fram fór í Boganum, líkt og undanfarin ár. Allir grunnskólarnir á Akureyri tóku þátt og fjórðu bekkingar riðu á vaðið á þriðjudaginn síðan tók fimmti bekkur við á miðvikudaginn, þá sjötti og í dag, föstudag, kepptu nemendur í sjöunda bekk sín . . . → Lesa..

10. bekkur í “river rafting”

Nemendur í 10. bekk komu heim undir kvöldmat í gærkvöldi eftir sérlega vel heppnað skólaferðalag um Skagafjörð. Hápunktur gærdagsins og hugsanlega ferðarinnar var spennandi ferð í gúmmíbátum niður Jökulsá undir styrkri stjórn og leiðsögn reynslumikilla fararstjóra.

Hópnum var skipt í tvennt. Fyrst létu stelpurnar sig vaða niður ána og strákarnir fylgdu síðan á eftir. Að . . . → Lesa..

Þau kunna að skemmta sér

Ekki er hægt að segja annað en krakkarnir í 10. bekk Glerárskóla kunni að skemmta sér og þau láta það ekki hafa áhrif á sig þótt hitasigið sé ekki hátt, reyndar frekar lágt. Enda er ýmislegt skemmtilegt og örgrandi hægt í gera í skólaferðalagi í Skagafirði, eins og sjá má á myndbandi sem er . . . → Lesa..