Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Skóladagatal

Skýringar við skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Löng helgi framundan

Hvítasunnuhelgin er framundan og í framhaldi af henni verður skipulagsdagur í Glerárskóla þriðjudaginn 25. maí en Frístund verður opin fyrir skráð börn. Hefðbundin kennsla hefst miðvikudaginn 26. maí. Þá sjáumst við öll með bros á vör.

Hetjur hafsins!

Nemendur í sjötta bekk skelltu sér á sjóinn í vikunni. Þeir fóru út með Húna II og áttu frábæra stund með fulltrúum Hollvinasamtaka Húna og sérfræðinga frá Háskólanum á Akureyri.

Ferðin var farin í . . . → Lesa..

Stelpur og tækni

Undanfarin ár hefur stúlkum í 9. bekk gefist kostur á að kynna sér margvísleg störf sem kalla á sérhæfða tæknikunnáttu. Um er að ræða verkefnið Stelpur og tækni en markmið þess er að vekja . . . → Lesa..

Nemendur funda með jafnöldrum sínum í útlöndum

Þeir nemendur í 6.-8. bekk sem taka þátt í Erasmus+ verkefninu „Be a Shield Around the World“ funduðu á dögunum með jafnöldrum sínum í samstarfsskólunum okkar í Danmörku, Austurríki, Rúmeníu, Ítalíu og Grikklandi. Fundirnir . . . → Lesa..

Valgreinar næsta vetur

Kominn er upp hlekkur á heimasíðu skólans með upplýsingum um þær valgreinar sem standa nemendum . . . → Lesa..

Engin skóli á fimmtudag og föstudag

Á morgun, fimmtudag, er uppstigningardagur sem er almennur frídagur og þá verður enginn skóli. Á föstudag verður skipulagsdagur í Glerárskóla og engin kennsla. Nemendur mæta því næst í skólann mánudaginn 17. maí. Sjáumst þá eftir góða og langa helgi.

Listasafnið er lokkandi

List er hvetjandi fyrir skapandi hugsun og sakapandi hugsun er forsenda framfara á flestum sviðum samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir nemendur Glerárskóla að geta skroppið með kennurum sínum í Listasafnið á Akureyri og . . . → Lesa..

Árangursrík iðjuþálfun

Þeir Arnar Máni og Máni hafa undanfarnar vikur saumað tuskur fyrir Öldrunarheimili Akureyrar úr lélegum handklæðum. Það var hluti af iðjuþjálfun þeirra í Glerárskóla þar sem meðal annars er unnið með valdeflingu, áhuga og styrkleika barnanna.

Í dag fóru þeir og afhentu afraksturinn. Vel gert strákar!

Akureyrarmeistarar í skólahreysti

Nemendur Glerárskóla stóðu sig með afbrigðum vel í Skólahreysti sem haldin var í gær í beinni . . . → Lesa..

Bréf frá menntamálaráðherra varðandi bólusetningar gegn Covid-19

Glerárskóla hefur borist bréf frá menntamálaráðherra varðandi bólusetningar gegn Covid-19. Þar segir:

Bólusetning gegn Covid-19 gengur vel og stefnt er að því að ljúka fyrri bólusetningu áhættuhópa á næstu dögum. Í framhaldinu hefst bólusetning starfsfólks í leik-, grunn- og framhaldsskólum, vonandi strax í næstu viku.

Mikilvægt er að starfsfólk skólanna mæti til bólusetningar á boðuðum . . . → Lesa..