Það var virkilega góð jólastemning í Glerárskóla um helgina. Foreldrafélag skólans skipulagði föndurstund fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Fjöldi manns mætti í skólann, klippti, skar, límdi og litaði.
Öllum leið vel og flestir fengu sér nýbakaða vöfflu hjá nemendum í tíunda bekk og héldu heim með bros á vör og ómetanlegt jólaskraut í farteskinu.