Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Annir og skemmtilegheit

Það eru annasamir en um leið afar skemmtilegir dagar fram undan hjá okkur í Glerárskóla. Aðventan er gengin í garð og við munum njóta hennar en passa um leið að lofthitinn rugli okkur ekki í ríminu.

Nemendur eru iðnir við námið eins og krakkarnir á unglingastigi sem grúfa sig yfir stærðfræðibækurnar sínar í Rósenborg og búa sig undir jólaprófið sem verður mánudaginn komandi. Krakkarnir gefa sér tíma, samhliða náminu til þess að æfa atriðin sín fyrir Glerárvision sem verður föstudaginn 2. desember og þá verður aldeilis fjör. Boðið verður upp á pizzur og í tilefni dagsins klæða sig allir í betri fötin á betrifatadegi skólans.

Útikennslan gengur afar vel í þessari góðu tíð. Fjórði og fimmti bekkur skoðuðu Kvenfélagsreitinn í gærmorgun. Eldar voru kveiktir og allir nutu lífsins og sötruðu heitt súkkulaði meðan eldtungurnar dönsuðu seiðandi dans og vörpuðu mjúkum lit á undrandi andlit krakkanna sem kunna ósköp vel að meta þennan ævintýraheim.