Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Jólaföt, náttföt og sparimatur á mánudegi

Það er jólafatadagur á morgun, þriðjudaginn 13. desember. Þá eru allir hvattir til þess að mæta í einhverju jólalegu í skólann, svo sem jólasokkum, jólapeysu eða með rauða skotthúfu því þetta er eini dagur ársins sem nemendur mega vera með húfu í tíma.

Á föstudaginn, þann 16. desember, þurfa nemendur ekkert að klæða sig áður en þeir mæta í skólann, því þá er náttfatadagur í Glerárskóla.

Á náttfatadeginum verður boðið upp á kaldan pastarétt, ávexti og grænmeti í mötuneyti skólans en ekki Bayonne skinku eins og fram kemur á matseðli skólans. Byonne skinkan verður hins vegar í hádeginu mánudaginn 19. desember í góðum félagsskap, því með henni vera hvítar kartöflur, rauðkál, brún sósa og salat. Það er vel við hæfi að hafa sparimat síðasta kennsludag fyrir jól.