Það er aldrei að vita hvenær við lendum í þeim aðstæðum að þurfa að bregðast við, stíga inn í erfiðar aðstæður og taka málin í okkar heldur þegar einhver er í mikilli neyð.
Þá er nú gott að kunna réttu handtökin, ekki bara gott heldur lífsnauðsynlegt. Brynhildur Smáradóttir hjúkrunarfræðingur heimsótti krakkana í sjötta bekk í morgun og kenndi þeim meðal annars réttu handtökin við hjartahnoð. Þeir fylgdust með af athygli og fengu síðan að prófa að hnoða lífi í dúkkuna. Þessi kennsla er gott veganesti.