Vaskir nemendur tóku daginn snemma og voru mættir í skólann fyrir klukkan sjö í morgun til þess að gera allt klárt fyrir Glerárvision, annan af stærstu viðburðum ársins hér í Glerárskóla. Glerárvision felur í sér víðtækan lærdóm fyrir nemendur sem varðar sviðsframkomu, ábyrgð, þrautseigju og margt annað sem gott er að læra í nútímasamfélagi.
Reyndar má segja að það hafi verið þreföld gleði hjá okkur í dag, því á meðan verið var að undirbúa íþróttahúsið fyrir söngskemmtunina var vinabekkjadagur en þá voru vinabekkir skólans saman við leik og störf. Það var líka betrifatadagur og það var gaman að sjá fullan sal af prúðbúnum nemendum fylgjast með Glerárvison en þar komu nemendur í sjöunda til tíunda bekk fram og fluttu tónlist eins og um atvinnumenn væri að ræða.
10. RLB lenti í fyrsta sæti með vandaðan flutning á kántrýslagaranum She thinks my tractor’s sexy. 10. FP hafnaði í öðru sæti og 7. JIE var í þriðja sæti. Allir bekkir stóðu sig afar vel og gaman var að sjá hversu margir nemendur tóku þátt í sönglagakeppninni.
Dómnefnd Glerárvision var skipuð tveimur hæfileikaríkum fyrrum nemendum skólans, þeim Karenu Birtu og Stefáni Hauki, auk Elsu Maríu myndmenntakennara.
Hér er hlekkur með myndum frá deginum góða.