Skólinn verður jólalegri með hverjum deginum sem líður og skólastarfið tekur mið af komandi hátíðum. Krakkarnir í fimmta bekk hjálpuðust að við að búa til fallegt jólaskraut fyrir stofuna sína. Unglingarnir í Rósenborg sameinuðu umhverfisfræðslu og jólaundirbúninginn og skreyttu skólann með fallegu gluggaskrauti sem gert var úr notuðum eggjabökkum og sumir bekkir skólans heimsækja Glerárkirkju á aðventunni, eins og nemendur í fjórða bekk gerðu í morgun.