Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 15. 10 2019 Undir flipanum Foreldrar hér á síðunni höfum við sett tengla á heimasíðu og Facebook-síðu samtakanna Heimili og skóli en þar má finna margvíslegt efni sem geta gagnast foreldrum og forráðamönnum barna.
Heimili og skóli eru frjáls félagasamtök, landssamtök foreldra. Samtökin veita foreldrum og foreldrasamtaka ráðgjöf og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um . . . → Lesa..
Skrifað 11. 10 2019 Það var heldur betur líf og fjör í Boganum í morgun þegar unglingadeildir grunnskólanna á Akureyri kepptu sín á milli á árlegu fótboltamóti. Fjörið og gleðin ríkti bæði á völlunum þar sem stelpur . . . → Lesa..
Skrifað 11. 10 2019 Í skólanum er skemmtilegt að vera. Það er meira að segja óvenjulega skemmtilegur dagur í Glerárskóla í dag. Nemendur hvöttu hverjir aðra og starfsmenn skólans til að klæðast bleiku í dag til stuðnings . . . → Lesa..
Skrifað 09. 10 2019 Við lærum mikið af samvinnu og samstarfi, bæði nemendur og kennarar. Í síðustu viku unnu nemendur skólans að verkum sem tengjast þjóðsögum og þjóðsagnaverum. Sótt var í sagnaheima frá Slóveníu, Litáen, Tyrklandi, Spáni og Íslandi.
. . . → Lesa..
Skrifað 07. 10 2019 Nemendur í leikskólunum Holtakoti og Kiðagili komu í heimsókn til okkar í Glerárskóla á föstudaginn. Gestirnir eru allir væntanlegir nemendur í fyrsta bekk Glerárskóla næsta vetur. Krakkarnir fengu að skoða skólann, heimsækja fyrsta . . . → Lesa..
Skrifað 27. 09 2019 Næskomandi mánudag er skipulagsdagur starfsfólks og því fellur kennsla niður þann dag. Frístund verður hins vegar opin frá klukkan 12.00 og tekur á móti . . . → Lesa..
Skrifað 24. 09 2019 Skólahlaup Glerárskóla fór fram síðastliðinn föstudag og tókst afar vel. Nemendur skólans hlupu ríflega tveggja kílómetra hring. Reyndar fengu nemendur fyrsta bekkjar að stytta sér leið, enda með styttri fætur en þeir sem eldri eru.
. . . → Lesa..
Skrifað 24. 09 2019 Nú er komið að því að við færum íþróttakennsluna í Glerárskóla í hús. Íþróttahúsið okkar er ekki tilbúið til kennslu en við fáum við inni í öðrum íþróttahúsum.
. . . → Lesa..
Skrifað 23. 09 2019 Það var frábært gönguveður í morgun þegar átakið „Göngum í skólann“ hófst. Þátttaka nemenda er yfirleitt afar góð meðan átakið stendur yfir enda hátt hlutfall nemenda sem ýmist gengur í skólann á degi hverjum eða hjólar meðan jörð er auð.
. . . → Lesa..
Skrifað 19. 09 2019 Teresa LaSala kom í heimsókn til okkar í gær, miðvikudaginn 18 september. Hún er einn af forvígismönnum uppeldisstefnunnar sem kennd er við jákvæðan aga. Teresa aðstoðaði starfsfólk Glerárskóla við innleiðingu stefnunnar árið . . . → Lesa..
|
|