Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fávitar, karlmennska og kynfræðsla

Nemendur í 10. bekk mættu í Síðuskóla í morgun og hittu þar fyrir jafnaldra sína úr hinum grunnskólunum í Þorpinu. Saman hlustuðu krakkarnir á tvo fyrirlestra, Sólborg Guðbrandsdóttir talaði um fávita, þá sem haga sér fáránlega á Netinu. Þorsteinn V. Einarsson fjallaði um karlmennskuna sem getur vafist fyrir mörgum og valdið misskilningi.

Í hádeginu ræddi Sigga Dögg kynfræðingur við nemendur í 8. bekk og svaraði þar áleitnum spurningum og sitthvað sem skiptir máli.

Já, dagarnir eru fjölbreyttir hjá krökkunum í Glerárskóla.