Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Þetta er gaman

Nemendurnir í 10. bekk urðu hissa þegar þeir lásu og greindu ljóð í dag, enda ljóðalestur eitthvað sem krakkar á þessum aldri stunda tæpast daglega. Þau voru hissa vegna þess að ljóðin þóttu fjölbreytt, áhugaverð og jafnvel skemmtileg.

Verkefnið sem þau eru að vinna er einfalt, þau blaða í gegnum ljóðabækur og finna eitt hefðbundið ljóð sem þeim líkar við og annað óhefðbundið. Síðan greina þau ljóðin samkvæmt greiningalykli – og þetta þótti þeim gaman.

Kannski fáum við frumsamin ljóð frá einhverju þeirra í ljóðakeppni skólans.