Morguninn byrjaði sérstaklega vel hjá nemendum og kennurum Glerárskóla, það ver nefnilega söngsalur.
Nemendur mættu í heimastofurnar sínar og fóru þaðan með kennurum sínum í íþróttahúsið þar sem raddböndin voru þanin. Að venju var byrjað á Glerárskólalaginu en síðan sungu allir saman lögin Í síðasta skiptið og Danska lagið. Einn nemandi skólans á 16 ára afmæli í dag og auðvita tók allur salurinn undir í afmælissöngnum áður en endað var á Glerárskólalaginu, því það er aldrei of oft sungið. Reyndar var beðið um óskalag, Draum um Nínu sem sungið var í lokinn áður en hefðbundið skólastarf hófst.
Á næsta söngsal verða sungin lög sem tengjast þorranum.
Þeir sem vilja læra Glerárskólasönginn finna hann hér.