Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Starfsdagur og viðtalsdagar

Mánudagurinn 27. janúar er starfsdagur kennara og í kjölfarið koma tveir viðtalsdagar, á þriðjudag og miðvikudag, þar sem kennarar taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða nám nemenda og allt sem því viðkemur.

Báða viðtalsdagana verður 10. bekkur með veitingasölu, ilmandi vöfflur með öllu sem þeim tilheyrir. Verðið er 500 krónur en veitingarnar en reyndar er ókeypis fyrir börn á leikskólaaldri.  Allur ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð 10. bekkjar en krakkarnir ætla að gera sér glaðan dag í vor.  Eingöngu er tekið á móti reiðufé.

Við viljum einnig minna foreldra á að skoða vel fötin sem eru í óskilum í skólanum, þeim hefur verið komið fyrir á göngum skólans.