Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Sjáið þið stelpur!

„Vá, sjáið þið,“ var hrópað á bókasafni Glerárskóla í morgun þegar stelpur í fimmta bekk voru að leita sér að lesefni. Ein þeirra var að blaða í bókinni „Íslensk knattspyrna 2019“ þegar hún rakst á kunnugleg andlit, sjálfa sig og bekkjarsystur sínar, framtíðarstjörnurnar hjá Þór.

Þetta þótti stelpunum skemmtilegt og auðvita fengu þær bókina að láni til þess að sýna vinum og vandamönnum.