Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Unnið með útlenskum

Það var virkilega gaman að fylgjast með nemendum í 10. bekk síðustu daga. Þau voru að vinna fjölþjóðlegt verkefni í dönsku og töldu það ekki eftir sér að mæta í skólann síðastliðinn miðvikudag þótt ekki væri hefðbundin kennsla í skólanum vegna foreldraviðtala.

Nemendahópar unnu vítt og breitt um skólann, krakkar úr Glerárskóla ásamt nemendum Hlíðarskóla. Þau tengdu sig við vinabekki í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Álandseyjum og Færeyjum. Saman ræddu þau um loftslagsmál og unnu ýmis verkefni sem tengjast viðfangsefninu.

Verkefnin fjölluðu meðal annars um bráðnun jökla og hvernig nemendurnir sjá framtíðinna fyrir sér. Þau unnu með ákveðin bæjarfélög og ákveðnar forsendur, s.s. hvernig bæjarfélagið liti út eftir 60 ár ef ekki yrði brugðist við loftlagsbreytingum eða hvernig ástandið yrði ef kapp yrði lagt á að bæta ástandið og til hvaða aðgerða þyrfti þá að grípa, hvernig tæknin þyrfti að þróast og hvaða orkugjafar yrðu notaðir.

Krakkarnir höfðu sannarlega gaman af verkefnunum og ekki síður að spjalla við jafnaldra sína í öðrum löndum á erlendu tungumáli. Það eitt er góður skóli.