Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Góðar gjafir í minningu góðs drengs

Glerárskóla voru færðar góðar gjafir í dag úr minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar, fyrrum nemanda skólans. Um var að ræða forláta Canon myndavél og aflmikinn Marshall ferðahátalara. Móðir Baldvins, Ragnheiður Jakobsdóttir, afhenti gjöfina fyrir hönd sjóðsins á fæðingardegi Baldvins en hann fæddist á Akureyri 15. janúar 1994. Með Ragnheiði í för voru Arnar Geir Halldórsson, vinur Baldvins og stjórnarmaður í minningarsjóðnum og Hermann Helgi Rúnarsson, bróðir Baldvins og starfsmaður Glerárskóla.

Baldvin lést á í faðmi fjölskyldunnar 31. maí, á síðasta ári eftir fimm ára baráttu við krabbamein í höfði. Hann hafði brennandi áhuga á íþróttum og stundaði knattspyrnu hjá Íþróttafélaginu Þór. Hann lagði skóla á hilluna eftir að veikindin fóru að herja á hann lagði þá þjálfum yngri flokka félagsins lið.

Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar er ætlað að styrkja einstaklinga, félög eða hópa á sviði íþrótta- og mannúðarmála.