Nokkur fjölgun var á leiksvæði nemenda Glerárskóla í morgun og reyndar skiluðu sér ekki allir nýju „nemendurnir“ sér inn í frímínútur. Reyndar má reikna með því að festir þeirra yfirgefi okkur fljótlega ef eitthvað er að marka spána!
|
||
Tilslakanir á sóttvarnarlögum sem tóku gildi á miðnætti hafa lítil áhrif á skólastarf í Glerárskóla að því undanskildu að nú þurfa nemendur á unglingastigi ekki að bera grímur í skólanum og geta sótt tíma í íþrótthúsinu. Því verða óverulegar breytingar hjá okkur fram að jólum, eins og sjá má hér: 1.- 4. bekkur . . . → Lesa..
Krakkarnir á miðstigi Glerárskóla stóðu sig vel í skreytingum í dag og gáfu unglingunum sem skreyttu í gær ekkert eftir. Búast má við að bæði stigin hafi hugann við skreytingarnar næstu daga, lagi og jafnvel betrumbæti sitthvað. Myndir af iðnum skreytingakrökkum á miðstingi má sjá í hér. Síðar í vikunni fylgjumst við með . . . → Lesa.. Glerárskóli verður fallegri og jólalegri með hverjum deginum sem líður. Í dag byrjuðu nemendur á unglingastigi að skreyta stofurnar sínar og þar er mesta áherslan lögð á hurðarnar og mikil samkeppni er um fallegustu og frumlegust hurðaskreytinguna. Hér eru nokkrar myndir frá skreytingardeginum, smellið hér. Það koma fleiri síðar 😊. Einhverjum þótti nokkuð kalt í morgun en krakkarnir í fyrsta bekk ákváðu að leika á kuldabola. Þeir fóru í skógarferð með kakó á brúsa, smákökur í boxum og kveiktu eld til að ylja sér – og auðvita var sameinast í söng. Fullyrt er að vindurinn hafi borið sönginn suður yfir á! Myndir má sjá með . . . → Lesa..
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verða engar breytingar gerðar á sóttvarnarreglum a.m.k. til 9. desember næstkomandi. Hvað tekur við eftir það mun koma í ljós þegar þar að kemur. Öll vonum við það besta og til að svo verði er mikilvægt að allir fylgi sóttvarnareglum, sinni persónulegum sóttvörnum (handþvotti og sprittun) virði fjarlæðgarmörk, . . . → Lesa..
|
||
© 2025 Glerárskóli
Glerárskóli v/ Höfðahlíð, 603 Akureyri Frístund s.461-1253, senda póst
Skólastjóri: Eyrún Skúladóttir, senda póst
|