Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hjarta, lungu og flugbeittur hnífur!

Nemendur í níunda bekk glímdu við ansi krefjandi verkefni nú í vikunni. Í líffræði fengu þau hjarta og lungu úr svínum til að kryfja. Fyrsta verk þeirra var að kljúfa líffærin og skoða uppbyggingu þeirra. Hópunum var gert að taka upp myndband þar sem verkferli þeirra var skrásett en krakkarnir áttu meðal annars að sýna æðakerfi hjartans og gera grein fyrir því hvernig það virkar. Þau áttu einnig að útskýra hlutverk lungnanna og sýna að barkinn leiðir innöndunarloft til lungnanna og hvernig þau þenjast út við öndun.

Þetta þótti sérlega áhugavert verkefni.