Nemendur í 9. bekk settu upp vinnuvettlingana í morgun og gengu um skólalóðina og næsta nágrenni og tíndu upp allt það rusl sem þau komu auga á, alls 17,3 kíló! Eftir vigtun var ruslið flokkað og því fargað á réttan hátt.
Með þessari vorhreingerningu tekur skólalóðin vel á móti sumri, þökk sé duglegum nemendum sem eru meðvitaðir um umhverfi sitt.