Í dag fór fram verlaunaafhending í Glerárskóla. Verðlaun voru veitt þeim nemendum sem þóttu eiga bestu verkinn í ljóðasamkeppni og myndlistarkeppni sem nemendur tóku þátt í. Við sama tækifæri voru íþróttastúlka og íþróttapiltur heiðraður.
Verðlaunaafhendingin átti að fara fram í tengslum við árshátíð skólans en henni var frestað þegar ný sóttvarnalög tóku gildi. Verðlaunaafhendingin í morgun var með óvenjulegu sniði. Hún fór fram í matsal skólans að viðstöddum nemendum úr öðrum bekk sem sungu við athöfnina. Athöfnin sjálf var mynduð og send út beint í kennslustofur skólans þar sem nemendur fylgdust spenntir með þegar verðlaunahafar voru kallaðir fram.
Útsendingin tókst vel og skapaðist góð stemning í kennslustofunum þar sem nemendur fögnuðu verðlaunahöfum og sungu með, bæði þegar annar bekkur tók lagið og síðan þegar Glerárskólasöngurinn var spilaður í lok athafnarinnar.
Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningar í dag:
Ljóðskáld Glerárskóla 2020 til 2021
- Regnbogi – Sara Millý Heiðarsdóttir 4. bekk
- Holan – Sigrún Karen Yeo 9KJ
- Vinkona mín – Helga Maren Helgadóttir 4. bekk
Myndlistamaður Glerárskóla 2020 til 2021
- Sigrún Karen Yeo 9KJ
- Sigrún Dalrós Eiríksdóttir 9KJ
- Anna Irena Magnúsdóttir 4. bekk
Íþróttamaður Glerárskóla 2020 til 2021
Stúlkur:
- Sonja Björg Sigurðardóttir 9SLB
- Fjóla Katrín Davíðsdóttir 10SV
- Angela Mary Helgadóttir 9SLB
Piltar:
- Guðmundur Páll Björnsson 10SV
- Arnar Helgi Kristjánsson 10SV
- Guðmundur Alfreð Aðalsteinsson 9KJ