Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnaðar árshátíðarsýningar

Það eru ansi mörg handtökin við að segja upp árshátíðarsýningu eins og þær sem haldnar voru í Glerárskóla í gær. Töluverð vinna fellst í því að breyta íþróttahúsinu í glæsilegan sýningarsal, setja upp svið, byggja leikmynd, skreyta skólann, semja og æfa leikrit, söngva og dansa, setja upp ljós og hljóðkerfi. En öll þessi vinna er heilmikill skóli fyrir krakkana og reynslan fylgir þeim út í lífið.

Sýningin í ár þótti afar vel heppnuð. Fyrsti bekkur sló tóninn með fallegum og vel æfðum söng. Níundi bekkur lauk sýnunginni með glæsilegri uppfærslu sinni á sögunni um Konung ljónanna. Allir sem komu fram stóðu sig með sóma.

Hér má sjá stutt myndband sem sýnir sitthvað sem þarf að gera til að búa til árshátíð.