Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Glerárskóli á Barnamenningarhátíð

Nemendur Glerárskóla eiga mögnuð verk á Barnamenningarhátíðinni sem nú stendur yfir hér á Akureyri. Verkin sem kepptu til úrslita í ljóða- og myndlistakeppni skólans eru nú í fyrsta skipti sýnd opinberlega. Myndverkin hanga uppi í anddyri Ráðhússins, gestum þess og starfsfólki til ánægju og yndisauka. Ljóðunum hefur hins vegar verið komið fyrir í strætisvögnunum þar sem þau gleðja farþegana á leið sinni um bæinn.

Við hvetjum alla til að taka strætó niður í bæ og skoða myndverkin í Ráðhúsinu!