Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nemendur funda með jafnöldrum sínum í útlöndum

Þeir nemendur í 6.-8. bekk sem taka þátt í Erasmus+ verkefninu „Be a Shield Around the World“ funduðu á dögunum með jafnöldrum sínum í samstarfsskólunum okkar í Danmörku, Austurríki, Rúmeníu, Ítalíu og Grikklandi. . . . → Lesa..

Valgreinar næsta vetur

Kominn er upp hlekkur á heimasíðu skólans með upplýsingum um þær valgreinar sem standa nemendum . . . → Lesa..

Engin skóli á fimmtudag og föstudag

Á morgun, fimmtudag, er uppstigningardagur sem er almennur frídagur og þá verður enginn skóli. Á föstudag verður skipulagsdagur í Glerárskóla og engin kennsla. Nemendur mæta því næst í skólann mánudaginn 17. maí. Sjáumst þá eftir góða og langa helgi.

Listasafnið er lokkandi

List er hvetjandi fyrir skapandi hugsun og sakapandi hugsun er forsenda framfara á flestum sviðum samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir nemendur Glerárskóla að geta skroppið með kennurum sínum í Listasafnið á Akureyri . . . → Lesa..

Árangursrík iðjuþálfun

Þeir Arnar Máni og Máni hafa undanfarnar vikur saumað tuskur fyrir Öldrunarheimili Akureyrar úr lélegum handklæðum. Það var hluti af iðjuþjálfun þeirra í Glerárskóla þar sem meðal annars er unnið með valdeflingu, áhuga og styrkleika barnanna.

Í dag fóru þeir og afhentu afraksturinn. Vel gert strákar!

Akureyrarmeistarar í skólahreysti

Nemendur Glerárskóla stóðu sig með afbrigðum vel í Skólahreysti sem haldin var í gær . . . → Lesa..

Bréf frá menntamálaráðherra varðandi bólusetningar gegn Covid-19

Glerárskóla hefur borist bréf frá menntamálaráðherra varðandi bólusetningar gegn Covid-19. Þar segir:

Bólusetning gegn Covid-19 gengur vel og stefnt er að því að ljúka fyrri bólusetningu áhættuhópa á næstu dögum. Í framhaldinu hefst bólusetning starfsfólks í leik-, grunn- og framhaldsskólum, vonandi strax í næstu viku.

Mikilvægt er að starfsfólk skólanna mæti til bólusetningar á boðuðum . . . → Lesa..

Eldgos í Frístund

Eldgosið í Geldingadölum hefur sannarlega vakið athygli landsmanna og þar eru krakkarnir í Frístund Glerárskóla engin undantekning. Þeir tóku sig til og teiknuðu ósköpin. Myndirnar má sjá hér að neðan.

. . . → Lesa..

Vegna sóttvarna í Glerárskóla

Kæru forráðamenn

Nú á þessum tímum Covid-19 þurfum við öll að vera almannavarnir. Við í skólanum reynum okkar besta til að allt geti gengið snuðrulaust fyrir sig en til þess að svo geti orðið þurfum við einnig ykkar aðstoð. Við biðjum því um að eftirfarandi verklag verði nýtt:

1. Ef nemandi sýnir einkenni sem gætu . . . → Lesa..

Notum hjól og hlaupahjól en förum eftir reglum

Sífellt fleiri nemendur koma á hjóli í skólann þessa dagana, eins og viðbúið er . . . → Lesa..