Það er ekki amalegt að geta farið í leikhús í skólanum. Krakkarnir á yngsta stigi gerðu það einmitt í morgun og skemmtu sér konunglega. Þau horfðu á nýjan gleðilegan jólasöngleik sem heitir Ævintýri á aðventunni. Verkið er úr smiðju sviðslistahópsins Hnoðra í norðri og er sniðið er að börnum á 6-10 ára aldri.
Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, fyndið og skemmtilegt, að sögn krakkanna.