Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fingrafimi er skemmtileg

Mörgum sem lærðu vélritun á sínum tíma þótti ekki sérstaklega gaman í kennslustundunum enda oft hamrað á gamlar og þungar ritvélar. Þeir sem hins vegar lögðu á sig að læra fingrasetninguna eru sammála um að námið hefur sannarlega komið að góðum notum, enda lyklaborðið hluti af daglegu lífi margra nú til dags.

Krakkarnir í fimmta bekk í hafa sérlega gaman af því að læra fingrasetninguna enda námið sett upp á skemmtilegan hátt þar sem rétt fingrasetning er forsenda þess að þau nái árangri í stuttum verkefnum og leikjum þar sem stöfum er skotið á réttan stað og orð mynduð.

Já, fingrafimi er bæði skemmtileg og hagnýt.