Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Vel heppnuðum þemadögum lokið

Harry Potter þemadögum er lokið. Nemendur skemmtu sér konunglega við að leysa margvísleg verkefni og taka um leið þátt í stigasöfnun fyrir heimavistina sína.

Þemadagarnir eru mjög mikilvægir í skólastarfinu og heilmikill skóli fyrir nemendurna sem vinna saman þvert á bekki og aldur. Krakkar í fyrsta bekk eru á „heimavist“ með nemendum í 10 bekk og öðrum þar á milli. Allir vinna að sama markmiði, leysa verkefni, skapa og vinna saman.

Nemendur 10. bekkjar taka þátt í að skipuleggja leiðbeina á verkefnastöðvunum og yngri nemendur bíða spenntir eftir því að taka við því verkefni, því fyrirkomulagið er eins í Glerárskóla og Hogwarts skóla Harry Potters. Nemendum á fyrsta ári er skipað á heimavistir og þeir tilheyra vistinni alla sína skólagöngu.

Hér má sjá myndir sem Rósanna, Þorri, Hreiðar og Gísli úr 10. Bekk tóku en þau skipuðu fjölmiðlahóp þemadaganna.