Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Fundir

Það var nokkuð um mikilvæga fundi hjá nemendum í dag. Umhverfismál eru mikilvægasti málaflokkur samtímans og ný umhverfisnefnd Glerárskóla hittist í fyrsta skipti í dag til að fara yfir helstu málefni skólans í umhverfismálum og skipuleggja vetrarstarfið. Í nefndinni eru tveir fulltrúar hvers árgangs á yngri aldursstigum skólas. Unglingastigið sér þessi mál í Rósenborg.

Nemendaráð hittist gjarnan eftir hádegi á föstudögum og nú var fundarefnið mikilvægt, skipulagning á hrekkjavökuböllunum sem haldin verða í næstu viku. Nánar um það síðar!