Það var ólgandi spenningur hjá krökkunum í öðrum bekk um daginn þegar þau voru komin fyrir allar aldir niður í Skautahöll þar sem spegilslétt svellið beið þeirra.
Eftir að hafa spennt á sig skautana og fest hjálminn runnu þau af stað. Sumir fóru ansi varfærnislega til að byrja með meðan aðrir, þau vönu, runnu eftir ísnum í fagurlegum sveigjum.
Smám saman óx kjarkurinn og getan. Þegar líða fór að lokum skautaævintýrisins var ekki annað hægt en velta því fyrir sér hvert þeirra mun leggja stund á listdans á skautum og hverjir íshokkí.