Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hryllilegir dagar

Það má með sanni segja að það hafi verið hryllilegir dagar í Glerárskóla í síðustu viku. Þá var hrekkjavakan sem sífellt skipar stærri sess í hugum nemenda.

Nemendaráð setti upp hryllilegar skreytingar í matsalnum okkar og bauð upp ball, bæði fyrir miðstig og yngsta stig – og auðvitað voru allir klæddir í sína hryllilegustu búninga og andlitsmálningin var ekki spöruð.

Mötuneytið kórónaði vikuna með því að bjóða upp á grænan grjónagraut í hádeginu á föstudaginn. Hann þótti gómsætur.