Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hverjir voru landnámsmennirnir?

Nemendur í 4. bekk hafa undanfarið kynnt sér landnám norrænna manna á Íslandi upp úr 874.

Nemendunum var skipt niður í hópa og hver hópur dró sér einn landnámsmann eða konu til að kynnast, vinna með og kynna fyrir samnemendum sínum. Landnámsmennirnir sem komu upp úr hattinum voru; Bárður, Þorgerður, Hrafna-Flóki, Auður djúpúðga og Ingólfur Arnarson.

Hver hópur aflaði sér upplýsingar um sinn landnámsmann/konu úr bókum og ipödum áður en þau gerðu upplýsandi veggspjald þar sem merkt var inn á kort af Íslandi staðurinn þar sem þau námu land.

Þessi vinna nemendanna kemur inn á alla þætti lykilhæfni sem unnið er út frá samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla þ.e. tjáning og miðlun, skapandi og gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og samvinna, nýting miðla og upplýsinga og a síðustu ábyrgð og mat á eigin námi.