Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Frábær föstudagur

Það var sannarlega gaman þegar nýja B-álma Glerárskóla var formlega tekin í notkun föstudaginn 13. Fjöldi góðra gesta heimsótti okkur og naut góðra veitinga.

Forráðamanna margra nemenda komu og skoðuðu herlegheitin, gamlir nemendur . . . → Lesa..

Það verður flaggað í dag!

Fáni verður dreginn að húni við Glerárskóla í dag enda full ástæða til. Flaggstöngin er ný máluð og við fögnum því að uppgerð og afar glæsileg B-álma Glerárskóla verður tekin í notkun.

. . . → Lesa..

Opið hús – Endurnýjuð B-álma skólans tekin í notkun

Föstudaginn 13. september verður ný B-álma Glerárskóla vígð og tekin í notkun. Við gleðjumst og fögnum því með opnu húsi fyrir gesti og gangandi í nýju álmunni milli kl. 15:00 – 17:00. Við hvetjum forráðamenn nemenda skólans sérstaklega til að kíkja við, skoða fínu álmuna og gleðjast með okkur nú þegar hún er tilbúin.

Fjör í frístund

Krakkarnir í frístund Glerárskóla fengu heldur betur skemmtilega heimsókn um daginn þegar leikari og tónlistarmaður komu í heimsókn og í farteskinu voru bæði hljóðfæri og leikmunir.

Um var að ræða heimsókn frá . . . → Lesa..

Vel heppnaður útivistardagur

Í dag var útivistardagur nemenda og starfsfólks Glerárskóla og allir skemmtu sér vel í góða veðrinu. Reyndar varð okkur ekki um sel þegar við mættum í skólann klukkan átta í morgun, því þoka lá yfir bænum en sólin var fljót að stugga við henni og þegar fyrstu nemendurnir héldu af stað um klukkan hálf níu . . . → Lesa..

Útivistardagur á morgun

Nemendur og starfsfólk Glerárskóla fara út um víðan völl á morgun, fimmtudaginn 5. september, á útivistardegi skólans. Yngstu nemendurnir kanna nærumhverfi skólans, miðstigið gengur um Krossanesborgir en nemendur unglingastigs fara á slóðir Jónasar Hallgrímssonar í Öxnadal og ganga upp að Hraunsvatni. Foreldrar og forráðamenn nemenda hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar í tölvupósti.

Munum að koma . . . → Lesa..

Fokk mæ læf

Nemendum á unglingastigi Glerárskóla var boðið í leikhús í gær og þeir skemmtu sér vel. Verkið sem þau sáu var Fokk mæ læf í uppfærslu Leikfélags unga fólksins. Leikritið tekur á skemmtilegan . . . → Lesa..

Síðasti dagur Sigurjóns

Sigurjón Magnússon kennari lauk störfum við Glerárskóla í dag, eftir 31 árs farsælt starf. Fleiri hundruð nemendur skólans hafa notið hæfileika hans og leiðsagnar . . . → Lesa..

Útivistardegi Glerárskóla frestað!

Veðurspáin fyrir morgundaginn, fimmtudaginn 29. ágúst, lofar ekki góðu fyrir útivistardaginn okkar. Við höfum því ákveðið að slá honum á frest og bíða eftir betra veðri. Það verður því hefðbundin kennsla í Glerárskóla á morgun en við stefnum að útivist næst þegar vel viðrar.

Glerárskóli fyllist af lífi

Það er í senn hátíðleg og spennandi stund fyrir nemendur og starfsfólk þegar skólabyggingin fyllist af lífi . . . → Lesa..