Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Hátíðleg stund og stórskemmtileg

Það er alltaf gaman á litlu jólunum. Þá skiptir engu máli hvort þú sért í fyrsta bekk, tíunda bekk eða starfsmaður hokinn af reynslu.

Hlý birta kertaljósanna lýsir upp kennslustofuna og smákökurnar bragðast aldrei betur. Jólasagan ber með sér hátíðarró sem breytist í sanna barnslega gleði þegar gengið er í kringum jólatéð.

Nemendur á unglingastigi voru með sína jólagleði í gærkvöldi aðrir nú í morgun þar sem nemendur í fjóra bekk fluttu hörkuspennandi leikþátt um ævintýraheim jólasveinana.

Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundarskrá föstudaginn 3. janúar.