Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Lestrarþorsti

Það var makalaust andrúmloftið í bókasafni Glerárskóla í morgun, þegar safnið opnaði fyrir útlán að loknu jólafríi. Flestir voru búnir að lesa bækurnar sem leyndust í jólapökkunum og marga þyrsti í nýja og spennandi bók. Bókasafnið fylltist um leið og það var opnað. Nýju bækurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og þær klassísku runnu út.

Samkvæmt upplýsingum frá Landskerfi bókasafna voru 157 bækur lánaðar út á 80 mínútunum, eða í fyrstu tveimur kennslustundunum dagsins. Alls voru lánaðar út 185 bækur í dag. Í skólanum eru 361 nemandi, þannig að meira en annar hver nemandi skólans fékk sér lesefni á bókasafninu.

En hvernig er hægt að afgreiða 157 bækur á svona skömmum tíma? Svarið við er einfalt. Nemendur skólans vita vel hvernig ganga á um bókasafnið. Þeir mynduðu „slönguröð“ sem liðaðist gegnum safnið og þegar komið var að afgreiðsluborðinu sögðu krakkarnir nafn sitt og bekkjardeild hátt og skýrt um leið og þeir réttu bókina fram þannig að auðvelt var að skanna strikamerkið.

Já, þetta var góður dagur á bókasafninu.