Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skólahald með hefðbundnu sniði á morgun, fimmtudag

Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag 12.12.2019, samkvæmt dagskrá.

Veðrið virðist ganga hægar niður en spáð var og því hefur gengið hægar að hreinsa götur bæjarins. Framkvæmdamiðstöð reiknar með að moka fram á kvöld og hefja mokstur kl. 4 í fyrramálið. Veðurspáin hljóðar upp á 13-18 m/s og él og því má búast við að öll umferð gangi hægar fyrir sig en venjulega.

Engu að síður hefjum við leik í fyrramálið. Foreldrar meta að sjálfsögðu aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið sýnum við því skilning. Við óskum þó eindregið eftir að vera látin vita ef börnin komast ekki á venjubundnum tíma í skólann, svo við vitum af þeim á öruggum stað.