Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Söngsalur, spil og gömlu dansarnir

Það skein heldur betur í rauðar skotthúfur á söngsal í morgun þegar nemendur Glerárskóla sungu saman nokkur jólalög í upphafi árgangsdags. Áttundi bekkur gæddi sér á kökum og horfði á bíó, níundi bekkur skellti sér á Amtbókasafnið og þaðan á jólasýningu á Minjasafninu, áður en þau fengu sér hressingu. Tíundi bekkur fór í íþróttahús Menntaskólans og lærði þar undirstöðuatriðin í gömlu dönsunum.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan og sjáðu hvað þetta var fjölbreyttur og skemmtilegur dagur í Glerárskóla.