Facebook síða Glerárskóla
|
Skrifað 22. 05 2020 Það viðraði vel í morgun þegar nemendur á yngsta stigi Glerárskóla fjölmenntu á glæsilegt íþróttasvæði Þórs til að keppa sín á milli í fjórum greinum frjálsra íþrótta.
Þá mátti sjá spjót, kúlur og kraftmikla krakka á lofti, auk þess sem hlaupabrautin var nýtt fyrir æsispennandi spretthlaup.
Hér má sjá valdar myndir frá morgninum.
Skrifað 20. 05 2020 Á morgun, fimmtudaginn 21. maí, er uppstigningardagur og þá er engin kennsla í skólanum. Vonandi njóta allir dagsins og við hittumst öll hress og kát á föstudaginn þegar við ljúkum kennsluvikunni.
Skrifað 15. 05 2020 Nú í vikunni tóku nemendur á miðstigi þátt í grunnskólamóti UFA sem fram fór í Boganum, líkt og undanfarin ár. Allir grunnskólarnir á Akureyri tóku þátt og fjórðu bekkingar riðu á vaðið á þriðjudaginn síðan tók fimmti bekkur við á miðvikudaginn, þá sjötti og í dag, föstudag, kepptu nemendur í sjöunda bekk sín . . . → Lesa..
Skrifað 13. 05 2020 Nemendur í 10. bekk komu heim undir kvöldmat í gærkvöldi eftir sérlega vel heppnað skólaferðalag um Skagafjörð. Hápunktur gærdagsins og hugsanlega ferðarinnar var spennandi ferð í gúmmíbátum niður Jökulsá undir styrkri stjórn og leiðsögn reynslumikilla fararstjóra.
Hópnum var skipt í tvennt. Fyrst létu stelpurnar sig vaða niður ána og strákarnir fylgdu síðan á eftir. Að . . . → Lesa..
Skrifað 12. 05 2020 Ekki er hægt að segja annað en krakkarnir í 10. bekk Glerárskóla kunni að skemmta sér og þau láta það ekki hafa áhrif á sig þótt hitasigið sé ekki hátt, reyndar frekar lágt. Enda er ýmislegt skemmtilegt og örgrandi hægt í gera í skólaferðalagi í Skagafirði, eins og sjá má á myndbandi sem er . . . → Lesa..
Skrifað 11. 05 2020 Heimildum ber ekki saman um það hvort það hafi verið rúta eða langferðabifreið sem kom sér fyrir við skólann laust fyrir klukkan níu . . . → Lesa..
Skrifað 08. 05 2020 Sólkerfið, þetta frábæra sköpunarverk nemenda í fimmta bekk, var eitt af því sem tekið var niður nú þegar unnið er endurnýjun d-álmu skólans.
Þótt það . . . → Lesa..
Skrifað 06. 05 2020 Það fer vel um nemendur sjöunda bekkjar í Hamri, hjá íþróttafélaginu Þór, en þar stunda þau nám sitt af kappi í sitt hvoru rýminu . . . → Lesa..
Skrifað 05. 05 2020 Það má með sanni segja að dagurinn hafi verið góður hjá okkur Glerárskóla, þessi fyrsti kennsludagur eftir fyrstu tilslökun samkomubannsins.
Það var . . . → Lesa..
Skrifað 04. 05 2020 Það ríkti eftirvænting og tilhlökkun hjá starfsfólki Glerárskóla í dag þegar unnið við hörðum höndum við að færa til borð, stóla, töflur . . . → Lesa..
|
|