Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Umhverfisnefnd Glerárskóla

Á fundi umhverfisnefndar Glerárskóla nú í morgun var vel tekið á móti nýjum meðlimum en í nefndinni sitja fulltrúar allra árganga skólans, frá fyrsta bekk upp í þann tíunda.

Umhverfisnefndin er mikilvæg í starfsemi skólans en hún leggur meðal annars línurnar hvað varðar áherslur Glerárskóla í umhverfismálum.

Á fundinum sköpuðust líflegar umræður um umhverfið, endurvinnslu og náttúruna. Nefndarmenn voru einhuga um þau þrjú markmið sem unnið verður eftir nú í vetur en þau eru að auka og auka endurvinnslu og flokkun, efla lýðheilsu og minnka neyslu og draga úr úrgangi.