Nýhafin vika verður sannarlega óhefðbundin hér í Glerárskóla. Á morgun, þriðjudaginn 20. október 2020, er skipulagsdagur í skólanum. Þá eru nemendur í fríi en frístund opnar kl. 13:00 fyrir skráða nemendur.
Viðtöl
Miðvikudagurinn 21. október er viðtalsdagur. Viðtölin verða á rafrænu formi í fyrsta skipti. Forráðamenn hafa fengið leiðbeiningar um hvernig hægt er að nálgast fundarboð og allir eru væntanlegar þegar búnir að festa sér fundartíma. Nemendur sitja heima með forráðamönnum sínum og hitta umsjónarkennarann á rafrænum fundi.
Haustfrí
Á fimmtudag og föstudag er hefðbundið haustfrí nemenda og kennara. Þá daga er frístund opin frá kl. 8:00 – 16:15 fyrir skráða nemendur. Við bendum öllum á að ef nemendur fara í haustfríinu á svæði sem tilgreind eru sem hættusvæði vegna Covid19, óskar skólinn eftir því að þeir mæti með grímur í skólann 5 daga eftir heimkomu.
Sóttvarnir
Frá þriðjudeginum 20. október verða hertar aðgerðir í grunnskólum Akureyrar vegna Covid19. Aðgerðirnar verða endurskoðaðar þann 26. október n.k. en þær lúta fyrst og fremst að starfsfólki og því verður skólastarfið með nokkuð eðlilegum hætti. Samvalsgreinar falla þó niður til 26. október.
Skólanum verður skipt upp í tvö starfsmannahólf og ætlast verður til að starfsfólk noti andlitsgrímur ef það fer á milli hólfa.
Tveggja metra regla verður viðhöfð hjá öllu starfsfólki eða andlitsgrímunotkun ef þeirri reglu verður ekki við komið. Skólanum verður lokað fyrir öllum utanaðkomandi og þar á meðal forráðamönnum, nema í neyðartilvikum.
Tónlistarskóli verður ekki í skólanum og engin samgangur á milli skóla auk þess sem hjúkrunarfræðingur verður ekki í skólanum. Í matsal verður sjálfsafgreiðsla lögð niður og allur matur skammtaður af matráðum.
Við minnum á mikilvægi handþvottar og/eða sprittunar sem gott er að ræða reglulega um.